Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um jólin Anna Birna Jensdóttir, Eybjörg Hauksdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifa 16. desember 2020 13:00 Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun