Viðskipti innlent

Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórhildur Ólöf Helgadóttir er nýr forstjóri Íslandspóst.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir er nýr forstjóri Íslandspóst. Pósturinn

Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti.

Áður gegndi Þórhildur starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins en hún tók við þeirri stöðu í lok sumars 2019. Haft er eftir henni í tilkynningu að hún sé mjög ánægð með að fá tækifæri til að stýra Póstinum og það mikla traust sem henni sé sýnt. 

„Pósturinn hefur gengið í gegnum mikið umbreytingarferli á síðustu misserum til þess að takast á við áskoranir í starfsemi félagsins. Við erum stolt af árangri okkur en höldum áfram að styrkja fyrirtækið og bæta þjónustuna,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu.

Þórhildur var áður fjármálastjóri 66° norður, bílaumboðsins Heklu og Securitas. Þá hefur hún setið í stjórn Sjóvár-Almennra og átt sæti í stjórnum dótturfélaga þeirra fyrirtækja sem hún hefur starfað hjá. Þórhildur er með cand. oecon-próf frá Háskóla Íslands.

Þórhildur tekur við af Birgi Jónssyni sem hóf störf sem forstjóri í fyrra. Hann réðst í miklar niðurskurðaraðgerðir til að rétta af fjárhag Íslandspósts.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×