Viðskipti innlent

Ás­dís í starf skjala­stjóra Póstsins

Atli Ísleifsson skrifar
Ásdís Káradóttir.
Ásdís Káradóttir. Íslandspóstur

Ásdís Káradóttir hefur verið ráðin í starf skjalastjóra hjá Póstinum og hefur þegar hafið störf. Hún starfaði áður sem skjalastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að helstu verkefni skjalastjóra séu umsjón með skjalavörslukerfi Póstsins, stafræn þróun skjalastjórnar og mótun skjalastjórnarstefnu. 

„Ásdís mun vinna þvert á fyrirtækið í ýmsum verkefnum sem snúa til dæmis að stafrænni þróun málaflokksins, upplýsingaöryggi og persónuverndarmálum.

Ásdís hefur víðtæka reynslu á sviði skjalastjórnar. Síðast starfaði hún sem skjalastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Áður var hún skjalastjóri hjá Íslandsbanka, skrifstofu Alþingis og fjármálaráðuneytinu. Þá hefur hún starfað sem ráðgjafi og ritstjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem stundakennari og skjalavörður við Háskóla Íslands, sem skjalalesari á skrifstofu Alþingis ásamt því að vera sjálfstætt starfandi prófarkalesari og ritstjóri. 

Ásdís er með meistarapróf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Graduate School of Library & Information Science Simmons College í Boston og BA-próf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Þá er hún með diplóma í lýðheilsufræðum á meistarastigi frá Háskóla Íslands," segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×