Viðskipti innlent

Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur

Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu og hafa hann og stjórn fyrirtækisins gengið frá samkomulagi um starfslok.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að Birgir hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í júní 2019 og hafi „frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórnendateymi, stýrt félaginu í gegnum mikið og farsælt umbreytingaferli.

Tekist hefur að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og skapa því sterkari stöðu til framtíðar. Þá hefur þjónusta Póstsins verið bætt og aukin. Framundan eru áframhaldandi krefjandi og ný verkefni hjá Íslandspósti en Birgir mun gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn,“ eins og segir í tilkynningu.

Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstri Íslandspósts og að það hafi verið heiður að takast á við krefjandi verkefni með öflugum hópi starfsmanna um allt land.

„Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hlakka mikið til að sjá Póstinn blómstra sem aldrei fyrr í höndunum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Birgir.

Birgir greinir jafnframt frá þessu með pistli á Facebooksíðu sinni. Þar endurtekur hann að þetta hafi verði frábært verkefni en rétti tíminn til að skipta um við stýrið, eins og hann orðar það:

„Stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið og svo það sé bara sagt hreint út, pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins.

Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“

Í dag er tilkynnt um það að ég hef sagt starfi mínu lausu hjá Póstinum. Ég hafði það að markmiði þegar ég kom til...

Posted by Birgir Jónsson on Mánudagur, 2. nóvember 2020
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.