Handbolti

Arnór Þór tryggði sínu liði stig í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór fagnar marki.
Arnór Þór fagnar marki. vísir/Getty

Fjölmargir íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag og létu þeir mikið að sér kveða.

Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen fengu Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer í heimsókn þar sem úr varð hörkuleikur.

Fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 26-26, en Arnór Þór gerði jöfnunarmark Bergischer tæpri mínútu fyrir leikslok. Arnór Þór skoraði fjögur mörk en Janus Daði skoraði eitt mark fyrir Göppingen.

Íslendingalið Magdeburg gerði góða ferð til Balingen þar sem Magdeburg vann öruggan þrettán marka sigur á heimamönnum, 39-26.

Oddur Gretarsson gerði fjögur mörk fyrir Balingen en Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg.

Smelltu hér til að skoða stöðutöfluna í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×