Viðskipti innlent

Mess­en­ger virðist kominn í samt lag eftir „sam­bands­leysi“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook.
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook. Vísir/getty

Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi.

Bilunin er rakin til sambandsleysis, sem lamaði bæði Messenger og skilaboðaþjónustu Instagram hjá notendum víða um heim. Þetta kemur fram í svari Facebook við fyrirspurn tæknimiðilsins Verge. 

Bilunin virtist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Notendur forritsins fengu meldingu um að engin nettenging væri til staðar, þó að sú væri raunin, og gátu hvorki sent né móttekið skilaboð.

Samkvæmt vefsíðunni Downdetector.com rigndi inn tilkynningum um bilun í Messenger á nokkurra klukkutíma tímabili í dag. Villumeldingarnar bárust helst frá löndum í Evrópu, auk Filippseyja. Talsvert hefur hægst á bilunartilkynningum á vefnum nú síðdegis.

Facebook biðst afsökunar á óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.


Tengdar fréttir

Facebook Messenger liggur niðri

Samskiptaforritið Facebook Messenger virðist liggja niðri nú í morgun. Bilunin virðist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.