22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 07:55 Veitingamenn hafa þurft að sæta takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda auk þess sem mikil fækkun ferðamanna hefur haft mikil áhrif á tekjuöflun í geiranum. Vísir/Vilhelm Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira