Af hvirfilbyljum, persónuleikaröskunum og mannkostaskorti Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 08:00 Eigin reynsla er ágætis upphafspunktur til aðgerða. Ég mætti mínum fyrsta hvirfilbyl þegar ég var tuttuguogþriggja ára gömul. Á þessum aldri var ég ekki rík að bjargráðum þegar kom að skaðlegum samskiptum og hafði verið kennt frá æsku að allir væru í eðli sínu góðir og mætti ég honum því þannig, með endalausum skilningi og þolinmæði sama þótt það kostaði mig bæði sjálfsvitund og hugarró. Ég vaknaði ekki fyrr en nokkrum árum seinna og það tók mig mörg ár að rétta af skekkjurnar sem hann hafði innleitt inn í huga minn og hegðun með efasemdum, athugasemdum og afmyndun á raunveruleikanum. Sjálfsmyndin var bjöguð og sjálfsvitundin sneydd allri fótfestu. Í gegnum tíðina hef ég oft fengið vindinn í fangið. En ekkert atvik og enginn annar hefur haft eins mikil áhrif á mig og bylurinn fyrsti. Það geta verið margar ástæður fyrir því að einstaklingar beita ofbeldi. Allar eru þær jafn óásættalegar og óboðlegar fyrir okkur sem vinnum með þolendum ofbeldis á Íslandi. Ákveðnar persónuleikaraskanir geta verið ein ástæða ofbeldisverka einstaklinga. Persónuleikaraskanir falla undir geðsjúkdóma og eru oft á tíðum mjög flóknar. Það sem þeim er sameiginlegt er að þar fara fram truflanir á hugsun, hegðun og virkni einstaklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með persónuleikaröskun eigi erfiðara með að bregðast við breytingum og almennum kröfum daglegs lífs og að þeir eigi erfiðara með að mynda og viðhalda nánum samböndum. Hegðun þessara einstaklinga getur verið ósveigjanleg, mjög öfgakennd og óstöðug og valdið miklum erfiðleikum í samskiptum. Þær persónuleikaraskanir sem hvað helst geta valdið mökum, börnum og öðrum nánum aðstandendum líkamlegri og andlegri vanlíðan er t.d sjálfsupphafningarpersónuleikaröskun (NPD) og andfélagsleg persónuleikaröskun (ASPD). Þessir einstaklingar læknast ekki þrátt fyrir ást, þolinmæði og góðan ásetning aðstandanda sinna og ástvina. Þessi vandi þarfnast ávallt faglegrar íhlutunar. Ýmis greiningarviðmið þessara raskanna er oft að finna í frásögnum þolenda sem leita til Bjarkarhlíðar. Samtök um Kvennaathvarf gerði rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og hvernig þeir upplifðu persónuleikaeinkenni makans. Í rannsókn Samtaka um Kvennaathvarf sem út kom árið 2019 kemur fram að mikill meirihluti kvennanna sem talað var við hafði upplifað andlegt ofbeldi af hálfu maka. Þær konur sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi (202 talsins) voru beðnar um að nefna neikvæð atriði sem lýstu persónuleika geranda sinna sem best. Eftirfarandi eiginleikar eru þeir sem flokkaðir voru saman og komu oftast upp. Þær nefndu persónuleikaeinkenni eins og stjórnsemi, sjálfhverfu, tillitsleysi og erfiðleika með að setja sig í spor annara. Þær nefndu einnig að gerandinn væri skapstór, öfundsjúkur og afbrýðissamur. Einkenni eins og lyginn, svikull, ótrúr og ósvífinn komu einnig fram. Þvingandi, sjálfumglaður, hrokafullur og hefur mikla þörf fyrir athygli. Að mati kvennanna sýndu þeir mikið yfirlæti, voru tilfinningakaldir og höfðu litla þolinmæði. Á sama tíma komu fram einkenni eins og óöruggi, lítið sjálfstraust, minnimáttarkennd og taugaveiklun. Í lokin greindu þær frá einkennum á borð við grimmd, miskunnarleysi, neikvæðni, frekju, dómhörku og kæruleysi. Þessi persónuleikaeinkenni koma oftar en ekki heim og saman við klínísk greiningarviðmið ýmissa persónuleikaraskanna Mannkostaskortur er lýðheilsuvandamál. Eins og áður sagði eru persónuleikaraskanir ekki eini sökudólgur óboðlegrar og óásættanlegrar ofbeldishegðunar í nánum samböndum. Stundum er um að ræða fádæman skort á almennum mannkostum. Ég hef upplifað bæði í samtölum við þolendur, gerendur og mína eigin reynslu að mannkostir séu eitthvað sem fólk telur að það búi sjálfkrafa yfir og þurfi ekki að leggja neina rækt við. Sannleikurinn gæti ekki verið fjarri lagi. Heimspekin segir að fátt dafni nema þú veitir því bæði eftirtekt og athygli. Ég hef rekið mig á í frásögnum þolenda að gerendur þeirra stórkostlega ofmeta eigið ágæti, virði, skoðanir og tilvist. Á sama tíma hraðspóla þeir yfir tilfinningar sínar, gagnrýna þá sem dirfast og upphefja þar með úrelta ímynd karlmennskunar þar sem gengið er út frá því að tilfinningar og tjáning sé sammerkt með gjaldþroti sjálfsmyndar þeirra. Mannkostir eru eiginleikar sem prýða eftirsóknarverða manneskju. Sterk tilfinningavitund er undirstaða mannkosta og forsenda velferðar og hamingju allra einstaklinga í bæði lífi og starfi. Við Jubilee-stofnunina í Bretlandi er unnið að fjölbreyttum rannsóknum á siðferðisþroska og tilraunum í mannkostamenntun. Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki er aðstoðarforstjóri stofnunarinnar og einn helsti drifkraftur rannsókna á sviði siðferðisuppeldis og mannkostamenntunar. Hvatinn að rannsóknarstofnuninni kom m.a úr atvinnulífinu í Bretlandi þar sem atvinnurekendur voru sífellt að reka sig á einstaklinga sem höfðu yfirburðaþekkingarhæfni í viðkomandi fagi en skortu bæði persónulega og siðferðislega hæfileika til að vinna í hóp og eiga í lausnamiðuðum samskiptum á vinnustöðum. Kristján leggur áherslu á mikilvægi mannkostamenntunar í æsku þar sem áhersla er lögð á þrautseigju, sjálfsaga og þolgæði og enn fremur siðferðislegar dygðir á borð við: góðvild, réttlætiskennd, hluttekningu, umhyggju, þakklæti og mikilvægi tilfinningingalegra og siðferðislegra innlita í eigin vitund. Mannkostir þessir eru augljóslega í hróplegu ósamræmi við þá þætti sem viðmælendur Kvennaathvarfsins lýstu þegar kom að persónuleikaeinkennum geranda sinna. Hin upphafða en á sama tíma skaðlega dyggð sem eignuð er konum og felst í takmarkalausum skilningi og fyrirgefningu allra synda á rætur sínar m.a að rekja í feðraveldishugmyndum og úreltum trúarlegum siðgæðishugmyndum sem í dag eru í engu samræmi við tíðni, gerðir og afleiðingar ofbeldisverka í nánum samböndum. Í mínu starfi er engin áhersla lögð á fyrirgefningu syndanna. Hún er ekki enn ein tilfinningin sem þolandinn er krafinn um og talinn trú um að endurheimt frelsis og áframhaldandi þróun lífsgæða sinna og þroska velti alfarið og einvörðu á. Öll áherslan er lögð á valdeflingu og aukna góðvild í eigin garð og mikilvægi þess að mæta sér í mildi þrátt fyrir upplifun á krefjandi og neikvætt gildishlöðnum tilfinningum eins og reiði, skömm og sektarkennd. Tilfinningar sem eru þrátt fyrir allt partur af eðlilegri og heilbrigðri tilfinningaflóru manneskjunnar. Skaðlegar úrvinnsluaðferðir þeirra, s.s fíkn og neysla er aftur á móti það sem gefur þessum tilfinningum oft nokkur flækjustig og leiðindaorðspor. Takmarkalaus trú á ágæti einstaklings sem hefur sýnt af sér ofbeldishegðun án tilrauna til bata, iðrunar og bættrar hegðunar er óraunhæf vænting. Þegar verið er að velta fyrir sér stöðunni er ágætt að veita því eftirtekt hvort samkennd, tilfinningagreind og úrvinnsla erfiðra hluta sé framkvæmd á manneskjulegan hátt eða er tilfinningagreindin það takmörkuð, mannkostirnir það skertir og persónuleikaröskunin það ráðandi að hnefinn, hávaðinn og niðurtalið er tjáningarform gerandans. Kemur hvirfilbylurinn askvaðandi á móti þér í hvert sinn sem þú tjáir þig um tilfinningar þínar, upplifanir og líðan eða er hann orðinn það óútreiknanlegur að stundum blæs hann aftan frá, löngu seinna, sannfærandi þig á ógnandi hátt um að eitthvað hafi ekki gerst eða þú hafið bara misskilið allt frá upphafi? Í Bjarkarhlíð tökum við á móti þolendum ofbeldis óháð kyni frá 18 ára aldri. Það sem af er ári 2020 hafa 758 einstaklingar sótt aðstoð og stuðning hingað vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Af þeim eru 630 kvenkyns. Hægt er að hafa samband og bóka tíma í gegnum heimasíðuna okkar www.bjarkarhlid.is Höfundur er ráðgjafi í Bjarkarhlíð, mannfræðingur, jógakennari og sálfræðinemi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Eigin reynsla er ágætis upphafspunktur til aðgerða. Ég mætti mínum fyrsta hvirfilbyl þegar ég var tuttuguogþriggja ára gömul. Á þessum aldri var ég ekki rík að bjargráðum þegar kom að skaðlegum samskiptum og hafði verið kennt frá æsku að allir væru í eðli sínu góðir og mætti ég honum því þannig, með endalausum skilningi og þolinmæði sama þótt það kostaði mig bæði sjálfsvitund og hugarró. Ég vaknaði ekki fyrr en nokkrum árum seinna og það tók mig mörg ár að rétta af skekkjurnar sem hann hafði innleitt inn í huga minn og hegðun með efasemdum, athugasemdum og afmyndun á raunveruleikanum. Sjálfsmyndin var bjöguð og sjálfsvitundin sneydd allri fótfestu. Í gegnum tíðina hef ég oft fengið vindinn í fangið. En ekkert atvik og enginn annar hefur haft eins mikil áhrif á mig og bylurinn fyrsti. Það geta verið margar ástæður fyrir því að einstaklingar beita ofbeldi. Allar eru þær jafn óásættalegar og óboðlegar fyrir okkur sem vinnum með þolendum ofbeldis á Íslandi. Ákveðnar persónuleikaraskanir geta verið ein ástæða ofbeldisverka einstaklinga. Persónuleikaraskanir falla undir geðsjúkdóma og eru oft á tíðum mjög flóknar. Það sem þeim er sameiginlegt er að þar fara fram truflanir á hugsun, hegðun og virkni einstaklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með persónuleikaröskun eigi erfiðara með að bregðast við breytingum og almennum kröfum daglegs lífs og að þeir eigi erfiðara með að mynda og viðhalda nánum samböndum. Hegðun þessara einstaklinga getur verið ósveigjanleg, mjög öfgakennd og óstöðug og valdið miklum erfiðleikum í samskiptum. Þær persónuleikaraskanir sem hvað helst geta valdið mökum, börnum og öðrum nánum aðstandendum líkamlegri og andlegri vanlíðan er t.d sjálfsupphafningarpersónuleikaröskun (NPD) og andfélagsleg persónuleikaröskun (ASPD). Þessir einstaklingar læknast ekki þrátt fyrir ást, þolinmæði og góðan ásetning aðstandanda sinna og ástvina. Þessi vandi þarfnast ávallt faglegrar íhlutunar. Ýmis greiningarviðmið þessara raskanna er oft að finna í frásögnum þolenda sem leita til Bjarkarhlíðar. Samtök um Kvennaathvarf gerði rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og hvernig þeir upplifðu persónuleikaeinkenni makans. Í rannsókn Samtaka um Kvennaathvarf sem út kom árið 2019 kemur fram að mikill meirihluti kvennanna sem talað var við hafði upplifað andlegt ofbeldi af hálfu maka. Þær konur sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi (202 talsins) voru beðnar um að nefna neikvæð atriði sem lýstu persónuleika geranda sinna sem best. Eftirfarandi eiginleikar eru þeir sem flokkaðir voru saman og komu oftast upp. Þær nefndu persónuleikaeinkenni eins og stjórnsemi, sjálfhverfu, tillitsleysi og erfiðleika með að setja sig í spor annara. Þær nefndu einnig að gerandinn væri skapstór, öfundsjúkur og afbrýðissamur. Einkenni eins og lyginn, svikull, ótrúr og ósvífinn komu einnig fram. Þvingandi, sjálfumglaður, hrokafullur og hefur mikla þörf fyrir athygli. Að mati kvennanna sýndu þeir mikið yfirlæti, voru tilfinningakaldir og höfðu litla þolinmæði. Á sama tíma komu fram einkenni eins og óöruggi, lítið sjálfstraust, minnimáttarkennd og taugaveiklun. Í lokin greindu þær frá einkennum á borð við grimmd, miskunnarleysi, neikvæðni, frekju, dómhörku og kæruleysi. Þessi persónuleikaeinkenni koma oftar en ekki heim og saman við klínísk greiningarviðmið ýmissa persónuleikaraskanna Mannkostaskortur er lýðheilsuvandamál. Eins og áður sagði eru persónuleikaraskanir ekki eini sökudólgur óboðlegrar og óásættanlegrar ofbeldishegðunar í nánum samböndum. Stundum er um að ræða fádæman skort á almennum mannkostum. Ég hef upplifað bæði í samtölum við þolendur, gerendur og mína eigin reynslu að mannkostir séu eitthvað sem fólk telur að það búi sjálfkrafa yfir og þurfi ekki að leggja neina rækt við. Sannleikurinn gæti ekki verið fjarri lagi. Heimspekin segir að fátt dafni nema þú veitir því bæði eftirtekt og athygli. Ég hef rekið mig á í frásögnum þolenda að gerendur þeirra stórkostlega ofmeta eigið ágæti, virði, skoðanir og tilvist. Á sama tíma hraðspóla þeir yfir tilfinningar sínar, gagnrýna þá sem dirfast og upphefja þar með úrelta ímynd karlmennskunar þar sem gengið er út frá því að tilfinningar og tjáning sé sammerkt með gjaldþroti sjálfsmyndar þeirra. Mannkostir eru eiginleikar sem prýða eftirsóknarverða manneskju. Sterk tilfinningavitund er undirstaða mannkosta og forsenda velferðar og hamingju allra einstaklinga í bæði lífi og starfi. Við Jubilee-stofnunina í Bretlandi er unnið að fjölbreyttum rannsóknum á siðferðisþroska og tilraunum í mannkostamenntun. Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki er aðstoðarforstjóri stofnunarinnar og einn helsti drifkraftur rannsókna á sviði siðferðisuppeldis og mannkostamenntunar. Hvatinn að rannsóknarstofnuninni kom m.a úr atvinnulífinu í Bretlandi þar sem atvinnurekendur voru sífellt að reka sig á einstaklinga sem höfðu yfirburðaþekkingarhæfni í viðkomandi fagi en skortu bæði persónulega og siðferðislega hæfileika til að vinna í hóp og eiga í lausnamiðuðum samskiptum á vinnustöðum. Kristján leggur áherslu á mikilvægi mannkostamenntunar í æsku þar sem áhersla er lögð á þrautseigju, sjálfsaga og þolgæði og enn fremur siðferðislegar dygðir á borð við: góðvild, réttlætiskennd, hluttekningu, umhyggju, þakklæti og mikilvægi tilfinningingalegra og siðferðislegra innlita í eigin vitund. Mannkostir þessir eru augljóslega í hróplegu ósamræmi við þá þætti sem viðmælendur Kvennaathvarfsins lýstu þegar kom að persónuleikaeinkennum geranda sinna. Hin upphafða en á sama tíma skaðlega dyggð sem eignuð er konum og felst í takmarkalausum skilningi og fyrirgefningu allra synda á rætur sínar m.a að rekja í feðraveldishugmyndum og úreltum trúarlegum siðgæðishugmyndum sem í dag eru í engu samræmi við tíðni, gerðir og afleiðingar ofbeldisverka í nánum samböndum. Í mínu starfi er engin áhersla lögð á fyrirgefningu syndanna. Hún er ekki enn ein tilfinningin sem þolandinn er krafinn um og talinn trú um að endurheimt frelsis og áframhaldandi þróun lífsgæða sinna og þroska velti alfarið og einvörðu á. Öll áherslan er lögð á valdeflingu og aukna góðvild í eigin garð og mikilvægi þess að mæta sér í mildi þrátt fyrir upplifun á krefjandi og neikvætt gildishlöðnum tilfinningum eins og reiði, skömm og sektarkennd. Tilfinningar sem eru þrátt fyrir allt partur af eðlilegri og heilbrigðri tilfinningaflóru manneskjunnar. Skaðlegar úrvinnsluaðferðir þeirra, s.s fíkn og neysla er aftur á móti það sem gefur þessum tilfinningum oft nokkur flækjustig og leiðindaorðspor. Takmarkalaus trú á ágæti einstaklings sem hefur sýnt af sér ofbeldishegðun án tilrauna til bata, iðrunar og bættrar hegðunar er óraunhæf vænting. Þegar verið er að velta fyrir sér stöðunni er ágætt að veita því eftirtekt hvort samkennd, tilfinningagreind og úrvinnsla erfiðra hluta sé framkvæmd á manneskjulegan hátt eða er tilfinningagreindin það takmörkuð, mannkostirnir það skertir og persónuleikaröskunin það ráðandi að hnefinn, hávaðinn og niðurtalið er tjáningarform gerandans. Kemur hvirfilbylurinn askvaðandi á móti þér í hvert sinn sem þú tjáir þig um tilfinningar þínar, upplifanir og líðan eða er hann orðinn það óútreiknanlegur að stundum blæs hann aftan frá, löngu seinna, sannfærandi þig á ógnandi hátt um að eitthvað hafi ekki gerst eða þú hafið bara misskilið allt frá upphafi? Í Bjarkarhlíð tökum við á móti þolendum ofbeldis óháð kyni frá 18 ára aldri. Það sem af er ári 2020 hafa 758 einstaklingar sótt aðstoð og stuðning hingað vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Af þeim eru 630 kvenkyns. Hægt er að hafa samband og bóka tíma í gegnum heimasíðuna okkar www.bjarkarhlid.is Höfundur er ráðgjafi í Bjarkarhlíð, mannfræðingur, jógakennari og sálfræðinemi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar