Viðskipti innlent

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kjartan Briem kveður Sýn um áramótin eftir langan starfsferil.
Kjartan Briem kveður Sýn um áramótin eftir langan starfsferil. Sýn

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 

Kjartan segir í samtali við Vísi ekki alveg tímabært að greina frá næsta áfangastað. Það komi í ljós á næstu dögum.

„Ég er mjög þakklátur fyrir allan minn tíma hjá þessu frábæra fyrirtæki. Þetta hefur verið ævintýri frá upphafi en mér fannst kominn tími á að skipta um umhverfi og breyta til.“

Kjartan hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2000 en hann sat í framkvæmdastjórn Sýnar frá árinu 2000. Áður var Kjartan framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma sem varð svo Og Vodafone árið 2003 með sameingu við Tal og Halló Frjáls fjarskipti. 

Þá var Kjartan landsliðsmaður Íslands í borðtennis á árum áður.

Í tilkynningunni eru Kjartani færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag til uppbyggingar og stjórnunar tæknireksturs félagsins og óskað velfarnaðar í framtíðar verkefnum.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×