Viðskipti innlent

10,4% samdráttur landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Reykjavík frá Álftanesi.
Reykjavík frá Álftanesi. Vísir/Vilhelm

Verulegur samdráttur varð á landsframleiðslunni á þriðja árfjórðungi en þar vegur einna þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu, sem dróst saman um 77%.

Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4% á þriðja ársfjórðungi 2020, samanborið við sama tímabil í fyrra. Landsframleiðslan á evrusvæðinu dróst á sama tíma saman um 4,4%, samanborið við 2019.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

„Þjóðarútgjöld hér á landi, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, drógust saman um 2,7%. Þennan mikla samdrátt í landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi má því að mestu leyti rekja til neikvæðra áhrifa utanríkisviðskipta. Þar vegur þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu sem dróst saman um 77% á tímabilinu borið saman við sama tímabil árið 2019. Mælt á verðlagi hvors árs nam samdráttur í útflutningi ferða- og samgönguþjónustu tæplega 139 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið 2019,“ segir í fréttinni.

Hagstofa Íslands

Þá er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3% að raungildi á þriðja ársfjórðungi og samdráttur í fjármunamyndun áætlaður 15,2%. Samneysla hafi hins vegar aukist um 4,4%.

„Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 26,3%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 13,6 milljarða króna á tímabilinu.

Fyrstu níu mánuði ársins er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8,1% borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2019.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2020.“

Hagstofa Íslands
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,13
1
100
BRIM
0
4
28.628

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,48
102
254.535
ARION
-4,23
57
287.016
LEQ
-3,49
2
12.211
EIM
-2,06
4
23.285
TM
-1,79
1
1.964
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.