Verum á varðbergi gegn ofbeldi Margrét Steinarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:00 Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun