LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 13:00 LeBron James missir af hundruðum milljóna íslenskra króna verði NBA tímabilinu aflýst. Getty/AAron Ontiveroz Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira