Körfubolti

Þrettán stig frá Martin í sigri í Euro­Leagu­e

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin var öflugur í kvöld.
Martin var öflugur í kvöld. Oscar J. Barroso/Europa Press Sports

Martin Hermannsson skoraði þrettán stig er Valencia vann tólf stiga sigur á Panathinaikos, 95-83, í EuroLeague í kvöld.

Valencia tók yfirhöndina í fyrsta leikhlutanum og lét forystuna nær aldrei að hendi.

Martin gerði eins og áður segir þrettán stig en hann var þriðji stigahæsti leikmaður Valencia í leiknum.

Að auki gaf KR-ingurinn fjórar stoðsendingar og hirti þrjú fráköst en Valencia er með fimm sigra í fyrstu átta leikjunum í EuroLeague.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.