„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi á síðustu leiktíð er Stjarnan varð bikarmeistari. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25