Styttri vinnuvika en engin hlé? Garðar Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun