Mercedes-Benz fjárfestir í framleiðslu rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. nóvember 2020 07:01 Verksmiðja 56 í Sindelfingen. Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Verksmiðja 56 er eins sú tæknivæddasta í heimi en auk þess mun hún vera sérlega skilvirk, sveigjanleg og sjálfbær í rekstri. Notast er við gervigreind til að sérsníða hvern bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni eftir vali hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þar verða framleiddir rafbílar af öllum stærðum og gerðum en framundan er mikil aukning í framleiðslu rafbíla frá Mercedes-Benz. Verksmiðja 56 mun auka skilvirkni um 25% vegna framleiðslu á nýrri kynslóð lúxusbílsins S-Class. Bíllinn er búinn miklum tæknibúnaði og getur að miklu leyti ekið á sjálfstýringu. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz. Mercedes-Benz stefnir á að í lok árs 2021 verði komnir fimm hreinir rafbílar á markað frá þýska lúxusbílaframleiðandanum; þeir eru EQC, EQV, EQA, EQB og EQS. Vistvænir bílar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent
Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Verksmiðja 56 er eins sú tæknivæddasta í heimi en auk þess mun hún vera sérlega skilvirk, sveigjanleg og sjálfbær í rekstri. Notast er við gervigreind til að sérsníða hvern bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni eftir vali hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þar verða framleiddir rafbílar af öllum stærðum og gerðum en framundan er mikil aukning í framleiðslu rafbíla frá Mercedes-Benz. Verksmiðja 56 mun auka skilvirkni um 25% vegna framleiðslu á nýrri kynslóð lúxusbílsins S-Class. Bíllinn er búinn miklum tæknibúnaði og getur að miklu leyti ekið á sjálfstýringu. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz. Mercedes-Benz stefnir á að í lok árs 2021 verði komnir fimm hreinir rafbílar á markað frá þýska lúxusbílaframleiðandanum; þeir eru EQC, EQV, EQA, EQB og EQS.
Vistvænir bílar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent