Tvö fyrirtæki á „svörtum lista“ kærunefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:50 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson. Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson.
Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira