Viðskipti innlent

Bensín­stöð verður að reið­hjóla­búð

Sylvía Hall skrifar
Húsnæðið hefur fengið andlitslyftingu í anda búðarinnar.
Húsnæðið hefur fengið andlitslyftingu í anda búðarinnar. Reiðhjólaverzlunin Berlin

Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur nú opnað í húsnæði við Háaleitisbraut 12. Flutningur verslunarinnar vekur athygli fyrir þær sakir að húsnæðið sem verslunin flytur í tengja flestir við verslun Olís, sem áður var áberandi græn á brautinni.

Bensínið er þó ekki alveg horfið á braut, enda má finna dælur Atlantsolíu fyrir framan verslunina. Þeir sem kjósa heldur umhverfisvænni lífstíl geta að öllum líkindum fundið sér fararmáta við hliðina á dælunum þar sem reiðhjólin verða til sölu.

Berlin var áður í Ármúla 4 og því ekki að flytja langt í þetta skiptið. Nýja verslunin er aðeins í tveggja mínútna göngufæri frá þeim stað sem hún var áður.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.