Viðskipti innlent

Ekkert sam­komu­lag liggi fyrir um byggingu lúxus­hótels á Mið­bakka Reykja­víkur­hafnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið sagðar á algjöru byrjunarstigi.
Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið sagðar á algjöru byrjunarstigi. Getty

Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið á algjöru byrjunarstigi og ekkert samkomulag liggur fyrir af hálfu hótelkeðjunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista þar sem vitnað er í svar Four Seasons-hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að fjárfestirinn Vincent Tan frá Malasíu sem, nýlega keypti öll Icelandair-hótelin, sé með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. Faxaflóahafnir eiga lóðina en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa hafnað hugmyndinni.

Þá er haft eftir Tryggva Þór Herbertssyni, stjórnarformanni Icelandair hótela og umsjónarmanni fjárfestinga Vincent Tan, að þrátt fyrir svör hótelkeðjunnar við fyrirspurn Túrista, standi hann við þau orð sín að hægt sé að hefja framkvæmdir við bygginguna nú þegar. Það verði hins vegar ekki hægt að ganga frá samningum við Four Seasons fyrr en byggingarleyfi sé í höfn.

Í annarri frétt Túrista af málinu í dag segir að sterk tengsl séu á milli forsprakka Marriott Edition-hótelsins við Hörpu, Richard L. Freidmann, og Four Seasons-hótelkeðjunnar. Freidmann vinni til að mynd að byggingu tveggja hótela sem rekin verða af Four Seasons auk þess sem hann sat í fjölda ára í stjórn hótelkeðjunnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
1,59
6
5.366
REITIR
1,15
3
204.100
EIK
0,78
1
504
SJOVA
0,53
1
378
ARION
0,13
2
55.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
11
46.811
BRIM
-1,31
6
34.390
MAREL
-0,48
1
834
FESTI
-0,42
10
148.051
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.