Hvernig hafa kosningar Bandaríkjanna áhrif á heimsvísu og á Íslandi? Davíð Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Alþingiskosningar 2021 Joe Biden Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar