Hvernig hafa kosningar Bandaríkjanna áhrif á heimsvísu og á Íslandi? Davíð Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Alþingiskosningar 2021 Joe Biden Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun