Stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til 2022 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:53 Snorri Jakobsson var forstöðumaður greiningardeildar Capacent. Hann stofnaði Jakobsson Capital í sumar eftir að Capacent varð gjaldþrota fyrr á árinu. Hann segir mikla áhættu felast í kaupum á bréfum í Icelandair enda sé lítið fram undan í flugferðum næsta árið. Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn Snorra Jakobssonar, greinanda og eiganda Jakobsson Capital. Verðmatsgengi Icelandair Group er nú 2,7 og félagið rúmlega 78 milljarða króna virði. Þetta kemur fram í verðmati fyrirtækisins. Í verðmatinu er farið yfir helstu rekstrarþætti en þar segir að samanburðurinn sé lítill enda rekstur félagsins „eins og svart og hvítt fyrir og eftir Covid“. Rekstrarhagnaður, EBIT, nam tæpum 3,5 milljónum á þriðja ársfjórðungi en í rekstraráætlun félagsins var gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður yrði 10 milljónir dollara. „Miklar sveiflur eru í flugrekstri og hefur reksturinn sjaldnast staðist rekstraráætlanir eða „guidance“ fyrir árið í heild og hvað þá fyrir einstaka ársfjórðunga. Þótt þær hafi oft ekki verið fjarri endanlegri niðurstöðu. Snorri veltir lítið fyrir sér fráviki frá rekstraráætlun. Þótt sumir hafi undarlegt skopskyn og halda að reksturinn á tímum Covid sé niðurnelgdur í handrit,“ segir í verðmatinu. Verðmatsgengi Icelandair Group er 2,7 að mati greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital og er flugfélagið rúmlega 78 milljarða króna virði.Vísir/Vilhelm Hlutafjárútboði Icelandair lauk þann 18. september síðastliðinn. Var umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Stjórn Icelandair group samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða króna. Þá er markaðsgengi Icelandair Group í sama mati talið 0,9 og markaðsvirði rúmir 23 milljarðar króna. Síðan þá hefur Icelandair selt þrjár Boeing 757-200 þotur fyrir 2,9 milljarða króna til bandarísks fjárfestingarsjóðs. Fyrirtækið sagði upp 88 starfsmönnum í lok september. Bent er á í verðmatinu að bætur Boeing sem hafi að mestu farið í gegnum rekstrarreikning og haft jákvæð áhrif á rekstrarafkomu fari nú að stærri hluta í gegnum sjóðsstreymi sem lægri fjárfesting. Enn fremur segir að tekjur hafi verið 103,6 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, eða 14,5 milljarðar króna, og tekjur Icelandair 373,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, sem samsvarar 52,4 milljörðum íslenskra króna. Reikningshaldslegt runk og golf næstu árin „Í útboðskynningu var gert ráð fyrir að tekjur næmu 475 milljónum dollara árið 2020 og ljóst að Icelandair mun ekki ná því þrátt fyrir að rekstraráætlun sé rúmlega sex vikna gömul,“ segir í verðmatinu og greinandinn talar tæpitungulaust, afar lítið verði að gera í flugrekstri til loka ársins 2021. „Endurskoðuð rekstraráætlun Jakobsson Capital gerir ráð fyrir að stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til ársins 2022.“ Þá er tekið fram að hagnaður á rekstri Icelandair á þriðja ársfjórðungi hafi verið 38,2 milljónir króna. „Hér vóg þungt endurskilgreining á afleiðusamningum. Hér er að hluta um að ræða „reikningshaldslegt runk“. Eldsneytisvarnir hafa verið endurskilgreindar. Mikið tap var á eldsneytisvörnum á fyrri hluta ársins. Þegar tekjur hrundu flokkuðust áhættuvarnir sem „spákaupmennska“ og fóru í gegnum rekstrarreikning. Dregið hefur verið úr eldsneytisvörnum til samræmis við minna umfang og stefnt að því að þær fari ekki í gegnum rekstrarreikning þótt allar rekstraráætlanir séu erfiðar nú.“ Mikil áhætta í kaupum á Icelandair Niðurstöður verðmatsins eru að virði Icelandair sé 557 milljónir dollara en síðasta verðmat hljóðaði upp á 378 milljónir dollara og hækkar um 47 prósent. Það sé mikið í prósentum talið en ekki krónum. Að lokum er fólki bent á að mikil áhætta felist í kaupum á Icelandair. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. 30. september 2020 17:46 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn Snorra Jakobssonar, greinanda og eiganda Jakobsson Capital. Verðmatsgengi Icelandair Group er nú 2,7 og félagið rúmlega 78 milljarða króna virði. Þetta kemur fram í verðmati fyrirtækisins. Í verðmatinu er farið yfir helstu rekstrarþætti en þar segir að samanburðurinn sé lítill enda rekstur félagsins „eins og svart og hvítt fyrir og eftir Covid“. Rekstrarhagnaður, EBIT, nam tæpum 3,5 milljónum á þriðja ársfjórðungi en í rekstraráætlun félagsins var gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður yrði 10 milljónir dollara. „Miklar sveiflur eru í flugrekstri og hefur reksturinn sjaldnast staðist rekstraráætlanir eða „guidance“ fyrir árið í heild og hvað þá fyrir einstaka ársfjórðunga. Þótt þær hafi oft ekki verið fjarri endanlegri niðurstöðu. Snorri veltir lítið fyrir sér fráviki frá rekstraráætlun. Þótt sumir hafi undarlegt skopskyn og halda að reksturinn á tímum Covid sé niðurnelgdur í handrit,“ segir í verðmatinu. Verðmatsgengi Icelandair Group er 2,7 að mati greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital og er flugfélagið rúmlega 78 milljarða króna virði.Vísir/Vilhelm Hlutafjárútboði Icelandair lauk þann 18. september síðastliðinn. Var umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Stjórn Icelandair group samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða króna. Þá er markaðsgengi Icelandair Group í sama mati talið 0,9 og markaðsvirði rúmir 23 milljarðar króna. Síðan þá hefur Icelandair selt þrjár Boeing 757-200 þotur fyrir 2,9 milljarða króna til bandarísks fjárfestingarsjóðs. Fyrirtækið sagði upp 88 starfsmönnum í lok september. Bent er á í verðmatinu að bætur Boeing sem hafi að mestu farið í gegnum rekstrarreikning og haft jákvæð áhrif á rekstrarafkomu fari nú að stærri hluta í gegnum sjóðsstreymi sem lægri fjárfesting. Enn fremur segir að tekjur hafi verið 103,6 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, eða 14,5 milljarðar króna, og tekjur Icelandair 373,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, sem samsvarar 52,4 milljörðum íslenskra króna. Reikningshaldslegt runk og golf næstu árin „Í útboðskynningu var gert ráð fyrir að tekjur næmu 475 milljónum dollara árið 2020 og ljóst að Icelandair mun ekki ná því þrátt fyrir að rekstraráætlun sé rúmlega sex vikna gömul,“ segir í verðmatinu og greinandinn talar tæpitungulaust, afar lítið verði að gera í flugrekstri til loka ársins 2021. „Endurskoðuð rekstraráætlun Jakobsson Capital gerir ráð fyrir að stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til ársins 2022.“ Þá er tekið fram að hagnaður á rekstri Icelandair á þriðja ársfjórðungi hafi verið 38,2 milljónir króna. „Hér vóg þungt endurskilgreining á afleiðusamningum. Hér er að hluta um að ræða „reikningshaldslegt runk“. Eldsneytisvarnir hafa verið endurskilgreindar. Mikið tap var á eldsneytisvörnum á fyrri hluta ársins. Þegar tekjur hrundu flokkuðust áhættuvarnir sem „spákaupmennska“ og fóru í gegnum rekstrarreikning. Dregið hefur verið úr eldsneytisvörnum til samræmis við minna umfang og stefnt að því að þær fari ekki í gegnum rekstrarreikning þótt allar rekstraráætlanir séu erfiðar nú.“ Mikil áhætta í kaupum á Icelandair Niðurstöður verðmatsins eru að virði Icelandair sé 557 milljónir dollara en síðasta verðmat hljóðaði upp á 378 milljónir dollara og hækkar um 47 prósent. Það sé mikið í prósentum talið en ekki krónum. Að lokum er fólki bent á að mikil áhætta felist í kaupum á Icelandair.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. 30. september 2020 17:46 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. 30. september 2020 17:46
88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44