Viðskipti innlent

88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flug­mönnum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gripið var til uppsagna uppsagnanna til þess að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á flugmarkaði vegna hertra ferðatakmarkana á landamærum Íslands.
Gripið var til uppsagna uppsagnanna til þess að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á flugmarkaði vegna hertra ferðatakmarkana á landamærum Íslands. Vísir/Vilhelm

Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Þar segir að gripið hafi verið til uppsagnanna til þess að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á flugmarkaði vegna hertra ferðatakmarkana á landamærum hér á landi sem tóku gildi seinnipartinn í ágúst.

„Stærstur hluti þess hóps eru flugmenn eða 68 einstaklingar en þar að auki er um að ræða 20 starfsmenn af ýmsum sviðum fyrirtækisins. Enn fremur ljúka nokkrir tugir starfsmanna sem voru á tímabundnum ráðningarsamningum störfum nú um mánaðamótin,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að ljóst sé að félagið standi frammi fyrir áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfar vel heppnað hlutafjárútboðs sé félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þá óvissu sem fram undan er og bregðast hratt við um leið og aðstæður leyfa.

„Félagið vonast til að hægt verði að draga uppsagnir til baka um leið og ástandið batnar og eftirspurn eftir flugi tekur við sér á ný,“ segir að lokum í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×