Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2020 17:46 Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu. Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44
Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35