Uppreisn öfgamiðjumanna Guðmundur Auðunsson skrifar 30. október 2020 15:31 Í gær, þann 29. október, bárust þær fréttir frá Bretlandi að Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins árin 2015-2020 hefði verið vikið tímabundið úr flokknum (e. suspension). Ástæðan sem gefin var voru viðbrögð hans vegna útgáfu skýrslu um viðbrögð flokksins gegn ásökunum um gyðingafordóma og gyðingahatur innan flokksins. Það eru auðvitað stórar fréttir þegar fyrrverandi leiðtoga stórs stjórnmálaflokks er vikið úr flokknum og sérstaklega þegar brottvísunin tengist ásökunum um gyðingahatur. En til þess að skilja þetta er rétt að setja þetta í samhengi. Jeremy Corbyn var kjörinn formaður Verkamannaflokksins með yfirburðum árið 2015. Þetta kom mjög á óvart þar sem Corbyn var í raun persónugervingur „villta vinstrisins“ í flokknum og enginn trúði því að hann nyti slíkra vinsælda meðal flokksmanna. Flokkseigendafélagið gapti af undrun og nær allir þingmenn flokksins voru þegar frá upphafi harðir gegn nýja formanninum. Þegar árið 2016 var gerð tilraun til þess að setja Corbyn af með því að samþykkja vantraust á formanninn en sú valdaránstilraun endaði með því að Corbyn vann enn meiri sigur í formannskosningunum sem fóru fram í kjölfarið. Andstæðingar leiðtogans innan og utan flokksins héldu þó áfram að reyna að grafa undan leiðtoganum. Nær allir fjölmiðlarnir, hvort sem þeir töldust til vinstri eða hægri, hófu gífurlega rógsherferð gegn Corbyn og stuðningsmönnum hans innan flokksins. En þetta virtist hafa takmörkuð áhrif, því fólk, sérstaklega ungt fólk, flykktist að leiðtoganum og trúði því að hann væri boðberi nýrra tíma, sósíalisma 21. aldarinnar. Sigur Corbyn var í raun hluti af vitundarvakningu og uppreisn gegn átrúnaðinum á nýfrjálshyggjuna sem hafði heltekið stjórnmál heimsins, hvort sem var innan hins svokallaða vinstris eða hægrisins. Þessi uppreisn var leidd af ungu fólki sem sá fram á að verða fyrsta kynslóðin í langan tíma sem myndi hafa það verra en kynslóð foreldra sinna. Tímabil nýfrjálshyggjunnar hafði leitt til gífurlegs misskiptingar auðs sem gekk gersamlega gegn réttlætishugmyndum stórs hluta almennings. Þetta speglaðist m.a. í því að nýir og róttækir verkalýðsforingjar náðu völdum í verkalýðsfélögum í Bretlandi og sóttu Corbyn og félagar hans stuðning meðal þessara nýju leiðtoga. Þessi uppvakning er að byrja á Íslandi með kjöri róttækra verkalýðsforingja í valdastöður innan hreyfingarinnar og með stofnun Sósíalistaflokksins. Þegar boðað var til skyndikosninga í Bretlandi árið 2017 bjuggust margir við að fylgi Verkamannaflokksins myndi hrynja og Corbyn verða flæmdur úr stöðu sinni. En það gekk ekki eftir, Verkamannaflokkurinn bætti fylgi sitt til muna í kosningum sem sáu mun hærri þátttöku en hafði sést á öldinni. Flokkurinn fékk yfir 40% atkvæða, og fékk í raun mun fleiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn hafði fengið á allri öldinni. Það nægði þó ekki til þar sem Íhaldsmenn fengu enn meira fylgi og náðu að halda áfram að stjórna með hjálp smáflokka. Verkamannaflokkurinn vantaði aðeins herslumuninn til að vinna þessar kosningar. Corbyn hafði styrkt stöðu sína sem leiðtogi þrátt fyrir að miðjumenn í flokknum hefðu í raun reynt að grafa undan flokknum í kosningunum. En andstæðingar Corbyn innan flokks og utan juku nú enn á herferðina gegn sósíalistum í Verkamannaflokknum og fengu nú í lið með sér hóp harðra stuðningsmanna Ísraelsstjórnar, sem var illa við stuðning Corbyn og samherja hans við réttlætisbaráttu Palestínumanna. Andstæðingar Corbyn fóru að saka leiðtoga Verkamannaflokksins um að líða gyðingahatur innan flokksins. Mörgum þótti þetta furðulegt þar sem Jeremy Corbyn hefur alla sína tíð verið gallharður baráttumaður gegn rasisma af öllu tagi, þ.á.m. gyðingahatri. Vissulega voru gyðingafordómar og gyðingahatur innan Verkamannaflokksins, en allar skoðanakannanir höfðu sýnt að félagar í flokknum voru þeir Bretar sem sýndu hvað minnsta gyðingafordóma. Corbyn brást klaufalega við þessum ásökunum og það hjálpaði ekki að öfgafull miðjuöfl innan flokksins reyndu allt sem þau gátu til þess að nota þetta til að grafa undan forystunni. Undir þessum skugga og skugga Brexit fóru síðan fram kosningar í Bretlandi í desember 2020 og þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur, sem leiddi til þess að Corbyn sagði af sér sem leiðtogi og leiðtogakjör fór fram í flokknum. Keir Starmer var kosinn formaður, en hann lofaði að fylgja flestum stefnumálum Corbyn og félaga hans, auk þess sem hann kynnti sig sem sameiningarframbjóðandann sem myndi ná til allra flokksmanna. En öfgamiðjumennirnir voru ekki hættir. Hefndarþorsti þeirra var óseðjandi. Fljótlega eftir kjör Starmers var sósíalistum frystir úr lykilstöðum innan flokksins og nú telja þeir vera að ná stærsta markmiðinu. Að losa sig við Corbyn úr flokknum. En margt bendir til þess að uppreisn öfgamiðjumannanna hafi gengið of langt. Viðbrögðin við brottrekstri Corbyn úr flokknum hafa verið sterk, m.a. frá verkalýðsfélögum sem halda flokknum uppi fjárhagslega. Má því vera að öfgamiðjumennirnir hafi skotið sig í fótinn, þar sem margir flokksfélagar sem eru á milli þeirra og sósíalistanna hafa áttað sig á því að flokkurinn mun aldrei komast til valda nema sameinaður. Unga fólkið sem kaus flokkinn yfirgnæfandi í kosningunum 2017 og 2020 er ólíklegt til að styðja flokk sem rekur átrúnaðargoð sitt úr flokknum. Höfundur er félagi í breska Verkamannaflokknum og Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í gær, þann 29. október, bárust þær fréttir frá Bretlandi að Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins árin 2015-2020 hefði verið vikið tímabundið úr flokknum (e. suspension). Ástæðan sem gefin var voru viðbrögð hans vegna útgáfu skýrslu um viðbrögð flokksins gegn ásökunum um gyðingafordóma og gyðingahatur innan flokksins. Það eru auðvitað stórar fréttir þegar fyrrverandi leiðtoga stórs stjórnmálaflokks er vikið úr flokknum og sérstaklega þegar brottvísunin tengist ásökunum um gyðingahatur. En til þess að skilja þetta er rétt að setja þetta í samhengi. Jeremy Corbyn var kjörinn formaður Verkamannaflokksins með yfirburðum árið 2015. Þetta kom mjög á óvart þar sem Corbyn var í raun persónugervingur „villta vinstrisins“ í flokknum og enginn trúði því að hann nyti slíkra vinsælda meðal flokksmanna. Flokkseigendafélagið gapti af undrun og nær allir þingmenn flokksins voru þegar frá upphafi harðir gegn nýja formanninum. Þegar árið 2016 var gerð tilraun til þess að setja Corbyn af með því að samþykkja vantraust á formanninn en sú valdaránstilraun endaði með því að Corbyn vann enn meiri sigur í formannskosningunum sem fóru fram í kjölfarið. Andstæðingar leiðtogans innan og utan flokksins héldu þó áfram að reyna að grafa undan leiðtoganum. Nær allir fjölmiðlarnir, hvort sem þeir töldust til vinstri eða hægri, hófu gífurlega rógsherferð gegn Corbyn og stuðningsmönnum hans innan flokksins. En þetta virtist hafa takmörkuð áhrif, því fólk, sérstaklega ungt fólk, flykktist að leiðtoganum og trúði því að hann væri boðberi nýrra tíma, sósíalisma 21. aldarinnar. Sigur Corbyn var í raun hluti af vitundarvakningu og uppreisn gegn átrúnaðinum á nýfrjálshyggjuna sem hafði heltekið stjórnmál heimsins, hvort sem var innan hins svokallaða vinstris eða hægrisins. Þessi uppreisn var leidd af ungu fólki sem sá fram á að verða fyrsta kynslóðin í langan tíma sem myndi hafa það verra en kynslóð foreldra sinna. Tímabil nýfrjálshyggjunnar hafði leitt til gífurlegs misskiptingar auðs sem gekk gersamlega gegn réttlætishugmyndum stórs hluta almennings. Þetta speglaðist m.a. í því að nýir og róttækir verkalýðsforingjar náðu völdum í verkalýðsfélögum í Bretlandi og sóttu Corbyn og félagar hans stuðning meðal þessara nýju leiðtoga. Þessi uppvakning er að byrja á Íslandi með kjöri róttækra verkalýðsforingja í valdastöður innan hreyfingarinnar og með stofnun Sósíalistaflokksins. Þegar boðað var til skyndikosninga í Bretlandi árið 2017 bjuggust margir við að fylgi Verkamannaflokksins myndi hrynja og Corbyn verða flæmdur úr stöðu sinni. En það gekk ekki eftir, Verkamannaflokkurinn bætti fylgi sitt til muna í kosningum sem sáu mun hærri þátttöku en hafði sést á öldinni. Flokkurinn fékk yfir 40% atkvæða, og fékk í raun mun fleiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn hafði fengið á allri öldinni. Það nægði þó ekki til þar sem Íhaldsmenn fengu enn meira fylgi og náðu að halda áfram að stjórna með hjálp smáflokka. Verkamannaflokkurinn vantaði aðeins herslumuninn til að vinna þessar kosningar. Corbyn hafði styrkt stöðu sína sem leiðtogi þrátt fyrir að miðjumenn í flokknum hefðu í raun reynt að grafa undan flokknum í kosningunum. En andstæðingar Corbyn innan flokks og utan juku nú enn á herferðina gegn sósíalistum í Verkamannaflokknum og fengu nú í lið með sér hóp harðra stuðningsmanna Ísraelsstjórnar, sem var illa við stuðning Corbyn og samherja hans við réttlætisbaráttu Palestínumanna. Andstæðingar Corbyn fóru að saka leiðtoga Verkamannaflokksins um að líða gyðingahatur innan flokksins. Mörgum þótti þetta furðulegt þar sem Jeremy Corbyn hefur alla sína tíð verið gallharður baráttumaður gegn rasisma af öllu tagi, þ.á.m. gyðingahatri. Vissulega voru gyðingafordómar og gyðingahatur innan Verkamannaflokksins, en allar skoðanakannanir höfðu sýnt að félagar í flokknum voru þeir Bretar sem sýndu hvað minnsta gyðingafordóma. Corbyn brást klaufalega við þessum ásökunum og það hjálpaði ekki að öfgafull miðjuöfl innan flokksins reyndu allt sem þau gátu til þess að nota þetta til að grafa undan forystunni. Undir þessum skugga og skugga Brexit fóru síðan fram kosningar í Bretlandi í desember 2020 og þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur, sem leiddi til þess að Corbyn sagði af sér sem leiðtogi og leiðtogakjör fór fram í flokknum. Keir Starmer var kosinn formaður, en hann lofaði að fylgja flestum stefnumálum Corbyn og félaga hans, auk þess sem hann kynnti sig sem sameiningarframbjóðandann sem myndi ná til allra flokksmanna. En öfgamiðjumennirnir voru ekki hættir. Hefndarþorsti þeirra var óseðjandi. Fljótlega eftir kjör Starmers var sósíalistum frystir úr lykilstöðum innan flokksins og nú telja þeir vera að ná stærsta markmiðinu. Að losa sig við Corbyn úr flokknum. En margt bendir til þess að uppreisn öfgamiðjumannanna hafi gengið of langt. Viðbrögðin við brottrekstri Corbyn úr flokknum hafa verið sterk, m.a. frá verkalýðsfélögum sem halda flokknum uppi fjárhagslega. Má því vera að öfgamiðjumennirnir hafi skotið sig í fótinn, þar sem margir flokksfélagar sem eru á milli þeirra og sósíalistanna hafa áttað sig á því að flokkurinn mun aldrei komast til valda nema sameinaður. Unga fólkið sem kaus flokkinn yfirgnæfandi í kosningunum 2017 og 2020 er ólíklegt til að styðja flokk sem rekur átrúnaðargoð sitt úr flokknum. Höfundur er félagi í breska Verkamannaflokknum og Sósíalistaflokki Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun