Bændasamtökin loka Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2020 16:45 Hótelinu verður lokað frá og með 1. nóvember. Vísir/Vilhelm Bændasamtökin hafa ákveðið að loka Hótel Sögu frá og með 1. nóvember. Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin að því er segir í tilkynningu. „Lokunin hefur ekki áhrif á aðra starfsemi í húsinu og verður starfsemi Bændasamtaka Íslands og annarra samtaka í landbúnaði sem starfa á 3. hæð Bændahallarinnar sem og annarra fyrirtækja og félaga sem eru með starfsemi annarsstaðar í húsinu óbreytt,“ segir í tilkynningu á vef Bændasamtakanna. „Hótelið gengur nú í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og stendur vinna við hana yfir. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi.“ Fyrir liggi að Hótel Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjusamdrætti vegna faraldursins. „Mikil óvissa er uppi um hvernig rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu muni þróast í nánustu framtíð. Er nú svo komið að stjórnendur þess sjá sér ekki annan kost en að loka því, að minnsta kosti að sinni, þar sem ekki sér enn fyrir endann á faraldrinum og engin augljós merki eru um að straumur ferðamanna til Íslands muni aukast á næstu vikum og mánuðum.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel sögu, segir að í raun séu stjórnendur hótelsins nauðbeygðir til að loka hótelinu. „Síðustu sóttvarnaraðgerðir gera það að verkum að það er ekki lengur rekstrargrundvöllur til að halda starfseminni gangandi. Hótel Saga er stórt hótel og það þarf að lágmarki 15 til 20 starfsmenn til að halda uppi allra nauðsynlegustu þjónustu og tekjumöguleikar eins og staðan er í dag nánast engir. Þannig að ákvörðunin um að loka er tekin af illri nauðsyn þrátt fyrir að í september hafi verið stefnt að því að hafa opið til áramóta eða þangað til að fundin hafi verið lausn við endurskipulagningu rekstursins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Salan á Hótel Sögu Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Bændasamtökin hafa ákveðið að loka Hótel Sögu frá og með 1. nóvember. Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin að því er segir í tilkynningu. „Lokunin hefur ekki áhrif á aðra starfsemi í húsinu og verður starfsemi Bændasamtaka Íslands og annarra samtaka í landbúnaði sem starfa á 3. hæð Bændahallarinnar sem og annarra fyrirtækja og félaga sem eru með starfsemi annarsstaðar í húsinu óbreytt,“ segir í tilkynningu á vef Bændasamtakanna. „Hótelið gengur nú í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og stendur vinna við hana yfir. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi.“ Fyrir liggi að Hótel Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjusamdrætti vegna faraldursins. „Mikil óvissa er uppi um hvernig rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu muni þróast í nánustu framtíð. Er nú svo komið að stjórnendur þess sjá sér ekki annan kost en að loka því, að minnsta kosti að sinni, þar sem ekki sér enn fyrir endann á faraldrinum og engin augljós merki eru um að straumur ferðamanna til Íslands muni aukast á næstu vikum og mánuðum.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel sögu, segir að í raun séu stjórnendur hótelsins nauðbeygðir til að loka hótelinu. „Síðustu sóttvarnaraðgerðir gera það að verkum að það er ekki lengur rekstrargrundvöllur til að halda starfseminni gangandi. Hótel Saga er stórt hótel og það þarf að lágmarki 15 til 20 starfsmenn til að halda uppi allra nauðsynlegustu þjónustu og tekjumöguleikar eins og staðan er í dag nánast engir. Þannig að ákvörðunin um að loka er tekin af illri nauðsyn þrátt fyrir að í september hafi verið stefnt að því að hafa opið til áramóta eða þangað til að fundin hafi verið lausn við endurskipulagningu rekstursins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Salan á Hótel Sögu Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira