Viðskipti innlent

Farið fram á gjald­þrota­skipti á út­gáfu­fé­lagi Viljans

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur Viljann, sést hér á einum af upplýsingafundum Almannavarna og Landlæknis.
Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur Viljann, sést hér á einum af upplýsingafundum Almannavarna og Landlæknis. Vísir/Vilhelm

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur farið fram á að útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotaskiptakrafan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands þann 12. nóvember. Fréttablaðið greinir frá.

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður rekur Viljann, en hann hefur meðal annars verið tíður gestur á upplýsingafundum Almannavarna og Landlæknisembættisins um kórónuveirufaraldurinn. Hefur hann meðal annars gefið út bókina „Vörn gegn veiru“ um fyrstu bylgju faraldursins hérlendis.

Fyrr á þessu ári var Björn Ingi dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Héraðsdómur Vesturlands féllst á kröfur Pressunnar um að veðsetningu á eignum félagsins, sem komið var á með lánssamningi milli Pressunnar og Björns Inga, auk tryggingabréfs, yrði rift.

Uppfært klukkan 22:50: Björn Ingi hefur tjáð sig um málið á Facebook og segir enga beiðni um gjaldþrotaskipti hafa borist.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
4,2
48
491.048
REGINN
3,8
16
115.971
ICEAIR
2,84
79
269.425
HAGA
2,62
18
229.830
FESTI
2,19
8
275.296

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-1,05
6
143.106
SIMINN
-0,62
15
294.192
ARION
-0,22
13
3.811.185
EIM
0
8
99.400
BRIM
0
3
2.193
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.