Viðskipti innlent

Björn Ingi segir enga kröfu um gjald­þrota­skipti hafa borist

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björn Ingi hefur verið tíður gestur á upplýsingafundun Almannavarna og Landlæknisembættisins um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Björn Ingi hefur verið tíður gestur á upplýsingafundun Almannavarna og Landlæknisembættisins um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Fyrr í kvöld var greint frá því að sýslumaðurinn á Vesturlandi hefði gert slíka kröfu og fyrirtaka vegna hennar væri á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands í næsta mánuði.

„Ég las þetta því fyrst í kvöld og brá nokkuð í brún. Um er að ræða lítið útgáfufélag með litlar skuldir og einn starfsmann (Björn Ingi á Viljanum) og þegar í kvöld hefur verið [farið] fram á afturköllun þessarar beiðni sem gengið verður frá í vikunni. Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að átta sig á því að hart er í ári hjá fjölmiðlum og auglýsingatekjur litlar í þessu furðulega ástandi,“ skrifar Björn Ingi á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Hann segir þá að það séu eingöngu auglýsinga og styrkjatekjur Viljans, auk sölu á bók hans um kórónuveiruna, sem standi undir launum og öðrum kostnaði í tengslum við rekstur Viljans.

„Ég er þakklátur öllum sem leggja því lið og mun halda ótrauður áfram. Uppgjöf er ekki möguleiki í miðju stríði. Ást og friður,“ skrifar Björn Ingi.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
4,2
48
491.048
REGINN
3,8
16
115.971
ICEAIR
2,84
83
270.220
HAGA
2,62
18
229.830
FESTI
2,19
9
276.111

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-1,05
6
143.106
SIMINN
-0,62
15
294.192
ARION
-0,22
14
3.811.248
EIM
0
8
99.400
BRIM
0
3
2.193
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.