Borgaraleg ferming Siðmenntar - Ævintýralegur vöxtur á örfáum árum! Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2020 13:01 Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Siggeir F. Ævarsson Fermingar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar