Borgaraleg ferming Siðmenntar - Ævintýralegur vöxtur á örfáum árum! Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2020 13:01 Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Siggeir F. Ævarsson Fermingar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun