Skúli sýknaður í áralangri deilu við Sigmar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 15:49 Sigmar Vilhjámsson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Vísir/vilhelm Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira