Skúli sýknaður í áralangri deilu við Sigmar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 15:49 Sigmar Vilhjámsson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Vísir/vilhelm Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Deila Sigmars og Skúla, sem jafnan er kenndur við Subway, virðist nú til lykta leidd eftir langt og strangt ferðalag gegnum dómstóla síðustu ár. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að tvær lóðir yrðu seldar fyrirtækinu Fox ehf, sem Sigmar mótmælti, m.a. vegna vinskapar eiganda félagsins við Skúla. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðunin um báðar lóðir var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi aðra lóðina en Skúli var sýknaður vegna hinnar. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Landsréttur hefði dæmt málið á röngum grundvelli. Málinu var því vísað aftur til Landsréttar sem kvað loks upp dóm í dag. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að greiðsluskilmálar varðandi lóðarréttindin að Austurvegi 12, annarri lóðinni sem deilt var um, geti einir og sér ekki breytt því að ákvörðunin hafi rúmast innan svigrúms hluthafafundarins. Ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að ákvörðunin hefði verði til þess fallin að afla „ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.“ Kröfu Sigmars um ógildingu ákvörðunarinnar var því hafnað og Stemma, félag Skúla, sýknuð. Málskostnaður var látinn falla niður og Skúli og Sigmar látnir bera hvor sinn kostnað af málsrekstri fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira