Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 14:00 Sigmar Vilhjálmsson fyrir utan dómsal í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmsonar gegn fyrrverandi viðskiptafélaga hans, Skúla Gunnari Sigfússyni, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beindist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu. Krafðist Sigmar þess að ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur yrði ógild. Ítarlega var fjallað um dómsmálið þegar aðalmeðferð þess fór fram.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Í dómi Héraðsdóms sem féll fyrir helgi en birtur var í dag kemur fram að hlutkesti hafi ráðið því að ákvörðun var tekin um málshöfðun Sjarms og garms ehf í málinu. Sem fyrr segir er félagið í eigu Skúla og Sigmars. Atkvæði féllu jöfn á hluthafafundi félagsins þann 23. desember 2016 þegar taka átti atkvæði um málshöfðunina og því þurfti að varpa hlutkesti sem virðist hafa fallið Sigmari í vil. Fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort sú ákvörðun hafi verið tekin með lögmætum hætti en í dómi héraðsdóms segir að ekkert í samþykktum félagsins kveði á um hvernig með skuli fara ef atkvæði falla jöfn, því væri ákvörðunin lögleg.Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir.Vísir/VilhelmSigmar fékk betra tilboð frá Íslandshótelum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið.Árið 2015 fór samstarfið þó að súrna og svo fór að í september árið 2015 var lagt fram tilboð í lóðirnar sem deilt var um. Tilboðið var frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum. Tilboðinu var hafnað.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahættiFór Sigmar þá á fund með Íslandshótelum til þess að fá betra tilboð en borist hafði í lóðirnar. Fékk hann tilboð upp á 50 milljónir króna í lóðirnar frá Íslandshótelunum en tilboðinu var ekki svarað af Stemmu.Nokkrum mánuðum síðar var á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Var því tilboði tekið og var það ákvörðun sem Sigmar vildi fá hnekkt.Sigmar Vilhjálmsson og Skúli Gunnar Sigfússon á meðan allt lék í lyndi, á yfirborðinu hið minnsta.Fréttablaðið/StefánLóðirnar mun verðmætari en þeir voru seldar á að mati matsmanna Fyrir dómi var kynnt matsgerð og var niðurstaða hennar að virði lóðarréttindanna hafi verið umtalsvert meira en það verð sem stefndi seldi þau á, önnur lóðin væri metin á 100-110 milljónir en hin á 25 milljónir. Í dómi héraðsdóms segir að ágreiningur um virði lóðarréttindanna hafi gefið fullt tilefni til þess að afla verðmats eða setja af stað söluferli svo að auðveldara væri að leggja mat á virði lóðanna og að stefndi yrði að bera hallann af því að það var ekki gert.Sjá einnig: Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan „Með umræddri ákvörðun var eign stefnda ráðstafað til aðila sem tengdist ákveðnum hluthafahópi félagsins á verði sem var umtalsvert lægra en virði hennar samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð,“ segir í dómi Héraðsdóms sem ógildi ákvörðun hluthafafundarins. Þá þarf Stemma einnig að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað vegna málsins, að því er segir í dómi héraðsdóms. Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmsonar gegn fyrrverandi viðskiptafélaga hans, Skúla Gunnari Sigfússyni, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beindist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu. Krafðist Sigmar þess að ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur yrði ógild. Ítarlega var fjallað um dómsmálið þegar aðalmeðferð þess fór fram.Sjá einnig: „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Í dómi Héraðsdóms sem féll fyrir helgi en birtur var í dag kemur fram að hlutkesti hafi ráðið því að ákvörðun var tekin um málshöfðun Sjarms og garms ehf í málinu. Sem fyrr segir er félagið í eigu Skúla og Sigmars. Atkvæði féllu jöfn á hluthafafundi félagsins þann 23. desember 2016 þegar taka átti atkvæði um málshöfðunina og því þurfti að varpa hlutkesti sem virðist hafa fallið Sigmari í vil. Fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort sú ákvörðun hafi verið tekin með lögmætum hætti en í dómi héraðsdóms segir að ekkert í samþykktum félagsins kveði á um hvernig með skuli fara ef atkvæði falla jöfn, því væri ákvörðunin lögleg.Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir.Vísir/VilhelmSigmar fékk betra tilboð frá Íslandshótelum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið.Árið 2015 fór samstarfið þó að súrna og svo fór að í september árið 2015 var lagt fram tilboð í lóðirnar sem deilt var um. Tilboðið var frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum. Tilboðinu var hafnað.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahættiFór Sigmar þá á fund með Íslandshótelum til þess að fá betra tilboð en borist hafði í lóðirnar. Fékk hann tilboð upp á 50 milljónir króna í lóðirnar frá Íslandshótelunum en tilboðinu var ekki svarað af Stemmu.Nokkrum mánuðum síðar var á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Var því tilboði tekið og var það ákvörðun sem Sigmar vildi fá hnekkt.Sigmar Vilhjálmsson og Skúli Gunnar Sigfússon á meðan allt lék í lyndi, á yfirborðinu hið minnsta.Fréttablaðið/StefánLóðirnar mun verðmætari en þeir voru seldar á að mati matsmanna Fyrir dómi var kynnt matsgerð og var niðurstaða hennar að virði lóðarréttindanna hafi verið umtalsvert meira en það verð sem stefndi seldi þau á, önnur lóðin væri metin á 100-110 milljónir en hin á 25 milljónir. Í dómi héraðsdóms segir að ágreiningur um virði lóðarréttindanna hafi gefið fullt tilefni til þess að afla verðmats eða setja af stað söluferli svo að auðveldara væri að leggja mat á virði lóðanna og að stefndi yrði að bera hallann af því að það var ekki gert.Sjá einnig: Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan „Með umræddri ákvörðun var eign stefnda ráðstafað til aðila sem tengdist ákveðnum hluthafahópi félagsins á verði sem var umtalsvert lægra en virði hennar samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð,“ segir í dómi Héraðsdóms sem ógildi ákvörðun hluthafafundarins. Þá þarf Stemma einnig að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað vegna málsins, að því er segir í dómi héraðsdóms.
Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34 „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28
Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla. 21. júní 2018 16:34
„Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 24. maí 2018 17:15