Viðskipti innlent

Sex milljarðar í sjónmáli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiðar Guðjónsson hefur verið forstjóri Sýnar undanfarið eitt og hálft ár. Hann var áður stjórnarformaður fyrirtækisins.
Heiðar Guðjónsson hefur verið forstjóri Sýnar undanfarið eitt og hálft ár. Hann var áður stjórnarformaður fyrirtækisins.

Sýn hefur náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í morgun.

Þar segir að miðað við þá skilmála sem nú liggi fyrir myndu viðskiptin styrkja efnahagsreikning félagsins. Gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna, gangi viðskiptin eftir.

„Ráðgert er að gerður verði langtímaleigusamningur til 20 ára, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar. Fjárhæðir og reikningshaldslega meðferð viðskiptanna mun ráðast af endanlegum samningum.“

Þá segir að í samkomulaginu felist engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði. Þau séu m.a. háð áreiðanleikakönnun og eftir atvikum aðkomu eftirlitsstofnana. Er því enn allmikil óvissa um hvort og hvenær viðskiptin komist á.

Verð á bréfum í Sýn hefur hækkað um rétt tæplega fimmtíu prósent undanfarna tvo mánuði. Verð á bréfum hafði áður lækkað jafnt og þétt yfir tveggja ára tímabil sem meðal annars hefur verið rakið til kaupa Sýnar á eignum 365. Markaðsvirði félagsins nemur rúmum tíu milljörðum króna í dag.

Vísir er í eigu Sýnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.