Körfubolti

Treystu sér ekki að standa við gerða samninga við Andrew og eru nú þjálfara­lausir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andrew á hliðarlínunni í vetur.
Andrew á hliðarlínunni í vetur. THORSPORT

Andrew Johnston er ekki lengur þjálfari Þórs í Domino's deild karla en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Þórsarar sögðu í tilkynningu sinni að ákvörðunin væri fyrst og fremst fjárhagsleg eðlis. Vegna COVID treysti deildin sér ekki að standa við gerða samninga.

„Uppsögnin gerir það að verkum að rekstur kkd Þórs er í jafnvægi og ekki mun koma til fleiri uppsagna. Félaginu þykir hins vegar mjög miður að þetta sé niðurstaðan en hún er engu að síður nauðsynleg,“ segir í tilkynningu Þórs.

Þar segir einnig að nýr þjálfari liðsins verði tilkynntur á næstu dögum en Andrew náði að stýra einum leik með Akureyrarliðinu. Það var í tapleik gegn Keflavík í 1. umferðinni en deildin er nú sem kunnugt er á ís vegna veirunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.