Ein á þriðju vaktinni Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 19. október 2020 11:01 Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar