Lífið

„Þess vegna er ég búinn að halda svona lengi í konuna mína“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu ótrúlegan flutning Matta Matt á lagi Lady Gaga, Always Remember Us This Way. 
Sjáðu ótrúlegan flutning Matta Matt á lagi Lady Gaga, Always Remember Us This Way.  Skjáskot

„Ég ætla að fara í guilty pleasure, ég veit að þetta virkar ekki á balli en það er ótrúlega gaman að syngja þetta lag,“ segir Matti Matt þegar hann er beðinn um að velja eitt af sínum uppáhalds lögum til að flytja. 

Matti, Magni og Jónsi voru gestir Ingó síðastliðið föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. Það var ekki laust við smá þjóðhátíðarstemmning í salnum þetta kvöld þar sem þeir félagar kepptust við að flytja hvern þjóðhátíðarsmellinn á fætur öðrum. 

Þegar þeir voru beðnir um að velja þeirra uppáhalds lag til að flytja valdi Matti lag Lady Gaga úr kvikmyndinni A Star Is Born, Always Remember Us This Way.

 Lagið er langt frá því að vera auðvelt í flutningi og ótrúlegt að heyra hvernig Matti kleif háu nóturnar eins og ekkert væri. 

Í lok lagsins sagði Ingó: „Það kom alltaf ein há nóta í viðbót þegar maður hélt að hann væri tómur, svo kom bara meira.“

Matti var ekki lengi að svara: „Þess vegna er ég búinn að halda svona lengi í konuna mína. Alltaf þegar hún heldur að þetta sé að verða búið, þá á ég alltaf smá meira.“

Klippa: Always Remember Us This Way - Matti Matt

Tengdar fréttir

Sjáðu magnaðan flutning Magna á laginu Heroes

Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum.

Draumaprins Röggu Gísla

Síðasta föstudagskvöld heillaði Ragga Gísla landann upp úr skónum með einstökum sjarma sínum í þættinum Í kvöld er gigg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×