Viðskipti innlent

Banda­ríski vogunar­sjóðurinn farinn út úr Icelandair

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
PAR Capital Management var á sínum tíma stærsti hluthafinn í Icelandair. 
PAR Capital Management var á sínum tíma stærsti hluthafinn í Icelandair.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefur losað sig við alla hluti sína í Icelandair, en sjóðurinn var á tímabili stærsti hluthafinn í fyrirtækinu þegar hann keypti upp nærri sex milljarða hlutafjáraukningu í félaginu í apríl í fyrra. Þetta herma heimildir áskriftarvefsins Túrista sem greinir frá málinu í morgun.

Heimildir síðunnar herma einnig að það hafi verið hópur innlendra fjárfesta sem keypti hlut PAR Capital og að um hafi verið að ræða um 450 milljón hluti sem seldir hafi verið á genginu 0,87. Það er nokkuð undir útboðsgengi félagsins í hlutafjáraukningunni sem farið var í á dögunum. Heimildir fréttastofu herma að heildarkaupverð bréfanna hafi numið rúmlega 440 milljónum króna. 

Hér má sjá 20 stærstu hluthafa Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins. Lífeyrissjóðir eru aðgreindir með rauðum lit.grafík/hþ

Þegar mest lét átti PAR Capital Management 13,5 prósent í Icelandair en frá því í vor hafði sjóðurinn selt bréf sín í smáskömmtun. Þá tók sjóðurinn ekki þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs

Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×