Er bílastæðavandi í miðbæ Reykjavíkur? Páll Tómas Finnsson skrifar 12. október 2020 13:01 Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Göngugötur Reykjavík Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun