Eigum við að þvinga alla í sama mót? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 7. október 2020 12:03 Nýtt frumvarp um fæðingarorlof hefur vakið sterkar tilfinningar sem sett hafa svip á umræðuna. Þótt deilt sé um ýmis atriði tel ég ekki ágreining um það markmið að feður jafnt sem mæður taki virkan þátt í umönnun barna sinna frá fæðingu sé þess nokkur kostur. Ágreiningurinn snýst um leiðir að því marki. Að mínu mati skiptir þó mestu máli að tryggja sem best velferð ungbarna á viðkvæmasta æviskeiði þeirra. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er að koma til móts við foreldra og valda þeim ekki óþarfa streitu. Kyn foreldra skiptir ekki máli Ef frá eru taldar fyrstu vikur eftir fæðingu, þegar barnið er nýkomið úr líkama móðurinnar, þá ræður kyn foreldra engu um hæfni þeirra eða löngun til að sinna barni. Sé faðir nærgætinn þátttakandi í meðgöngu, fæðingu og umönnun barns fyrstu vikurnar er ekkert sem mælir gegn því að hann taki fljótlega við aðalumönnunarhlutverki barnsins sé það gert í samráði við móður. Öllu máli skiptir með hvaða hætti samband og samvinna foreldranna er. Því minni togstreita sem er á milli foreldra og minni streita í umhverfi barns því mildari verður aðlögun þess að lífi utan líkama móðurinnar og samveru með báðum foreldrum. Umönnun barns er samvinnuverkefni foreldra en þeir þurfa að fá svigrúm til að finna þann takt sem hentar barninu og þeim sjálfum. Ráðstöfun fæðingarorlofs er þar veigamikið atriði. Ósveigjanleiki Í Fréttablaðinu 1. október sagði félags- og barnamálaráðherra að eyrnamerktum tíma hvors foreldis um sig væri ætlað að þvinga feður til að taka fæðingarorlof því að annars tækju þeir það ekki. Þetta fyrirkomulag þvingar auðvitað einnig mæður sem fá ekki val um annað en að taka sína fimm mánuði, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Í frumvarpinu er jafnréttið tekið svo bókstaflega að hvorugt foreldranna fær að helga sig umönnun barnsins fyrsta árið með hitt á hliðarlínunni, þrátt fyrir að það sé hagur barns og geti verið vilji beggja foreldra. Er þvingun viðeigandi úrræði við fátækt og félagsmótun? Ég hef spurt feður hvort þeir hefðu sleppt því að taka fæðingarorlof ef þeir hefðu ekki verið þvingaðir til þess. Þeir vísa því algerlega á bug og segjast ekki setja fyrir sig tekjulækkun á meðan þeir eiga fyrir húsaleigu og mat. Því miður er það staðreynd að sumar fjölskyldur standa frammi fyrir slíku vali. Hitt er líka satt að margir fjárhagslega vel stæðir feður velja vinnuna fram yfir fæðingarorlof eigi þeir þess kost. Hér er ekki eingöngu um að kenna gamaldags hugmyndum um hlutverk kvenna heldur hefur félagsmótun drengja verið með þeim hætti að þeir hafa jafnan minni reynslu en stúlkur af umönnun annarra og minni þjálfun í tjáningu og læsi á eigin tilfinningar og annarra. Þetta gerir marga feður óörugga og vanmáttuga frammi fyrir því tilfinningabúnti sem ómálga barn er. Frekar en að henda nýbökuðum feðrum óundirbúnum út í djúpu laugina ættum við að ýta undir færni verðandi feðra, áhuga þeirra og sjálfstraust með markvissri fræðslu og samræðu um föðurhlutverkið. Á því þarf að byrja áður en barn kemur í heiminn. Þegar foreldrar eru ekki par Tengslamyndun föður og barns er flóknari þegar foreldrar búa ekki saman. Ég þekki af eigin raun að góð samvinna og virðing fyrir þörfum ungbarns getur fleytt þeim langt. Samskipti ókunnra foreldra geta samt verið krefjandi, ekki síst fyrir móður með nýfætt barn sem þarf að opna heimili sitt fyrir föður sem hún þekkir kannski lítið. Á sama tíma getur faðirinn upplifað sig óvelkominn og vankunnandi og fundið fyrir höfnun. Í slíkum aðstæðum reynir á raunsæi, tillitssemi og þolinmæði beggja. Í stað þess að foreldrar drífi í tengslamyndun fyrstu mánuðina þurfa þeir að leyfa viðbrögðum barnsins að stjórna ferðinni. Þetta tekur oft lengri tíma en ætlað er og því þurfa lögin að gefa foreldrum og barni nægilegt svigrúm til að kynnast á forsendum og hraða barnsins. Samskipti foreldra sem búa ekki saman geta verið æði misjöfn og í verstu tilvikum er um hreinan fjandskap að ræða. Reynslan hefur sýnt að þá sé veruleg hætta á að fólk svífist einskis til að fá sínu framgengt og margir eiga erfitt með að gera greinarmun á eigin vilja og þörfum barnsins. Með nýja frumvarpinu tel ég mikla hættu á að „réttur foreldra“” til sex mánaða fæðingarorlofs fyrstu 18 mánuðina geti leitt til þess að krafa verði gerð um að ungbarninu verði deilt eins og hverjum öðrum hlut sem stríðandi fylkingar togast á um. Barn sem er skikkað inn í orlof annars foreldris er þá þvingað í aðskilnað frá því foreldri sem það hefur myndað lífsnauðsynleg tengsl við fyrstu mánuðina. Ein leið til að sporna gegn slíku tengslarofi er að gefa foreldrum a.m.k. þrjú ár til að nýta sér fæðingarorlofið, allt eftir aðstæðum þeirra. Ef foreldri er t.d. veikt eða í meðferð vegna neysluvanda er mikilvægt að lögin séu það sveigjanleg að fæðingarorlof renni því ekki úr greipum á meðan það tekst á við vanda sinn. Þess vegna tel ég það vanhugsað að stytta tímann sem foreldrar hafa til að nýta rétt sinn. Jafnframt er nauðsynlegt að auka faglega aðstoð við foreldra, ekki síst þá sem eiga í útistöðum því þeir eru oft illa í stakk búnir til að meta og setja þarfir barns í forgang. Stöðug átök með tilheyrandi streitu foreldra geta valdið barni langvarandi skaða. Hvers eiga börn einstæðra foreldra að gjalda? Síðast en ekki síst vil ég vekja athygli á stöðu barna einstæðra foreldra. Eins og frumvarpið lítur út núna fá einstæðir foreldrar eingöngu að nýta sinn eigin rétt því að réttur hins foreldris fellur niður nema ef það sætir nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn. Styttri tími með foreldri mun einkum bitna á börnum kvenna í láglaunastörfum sem hafa ekki efni á að framlengja fæðingarorlofið. Frammi fyrir slíkum afarkostum yrði ég ekki hissa ef einhverjar einstæðar mæður gripu til þess örþrifaráðs að feðra ekki börn sín fremur en að láta þau nokkurra mánaða gömul í umsjá ókunnrar manneskju. Svo framarlega sem foreldri er fært um og viljugt til að annast barn sitt get ég ekki ímyndað mér að einhver haldi að ungbarni sé betur borgið hjá dagforeldri heldur en sínu eigin. Alla vega ekki frændur okkar Svíar sem leyfa einstæðum foreldrum að nýta allt fæðingarorlofið. Við höfum þokast í rétta átt Á því leikur ekki vafi að á síðustu 20 árum hefur orðið stórkostleg breyting á þátttöku karla í uppeldi barna. Vissulega hafa fæðingarorlofslögin frá 2000 haft áhrif til góðs en ekki er hægt að rekja allar framfarir til þeirra. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum, m.a. þeim að margir ungir foreldrar eiga feður sem hafa tekið virkari þátt í lífi barna sinna en kynslóðirnar á undan. Að auki eru foreldrar í dag mjög meðvitaðir um ábyrgð sína og vægi. Þetta mál brennur á þeim. Góða innsýn í margbreytilega reynslu og viðhorf foreldra má sjá í innsendum athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda og einnig í hópnum “Frásagnir foreldra og fagfólks af fæðingarorlofi” á Facebook. Þar er lýst ólíkum aðstæðum fjölskyldna og kallað eftir meiri sveigjanleika og fjölbreyttari úrræðum. Eitt mót hentar ekki öllum. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um fæðingarorlof hefur vakið sterkar tilfinningar sem sett hafa svip á umræðuna. Þótt deilt sé um ýmis atriði tel ég ekki ágreining um það markmið að feður jafnt sem mæður taki virkan þátt í umönnun barna sinna frá fæðingu sé þess nokkur kostur. Ágreiningurinn snýst um leiðir að því marki. Að mínu mati skiptir þó mestu máli að tryggja sem best velferð ungbarna á viðkvæmasta æviskeiði þeirra. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er að koma til móts við foreldra og valda þeim ekki óþarfa streitu. Kyn foreldra skiptir ekki máli Ef frá eru taldar fyrstu vikur eftir fæðingu, þegar barnið er nýkomið úr líkama móðurinnar, þá ræður kyn foreldra engu um hæfni þeirra eða löngun til að sinna barni. Sé faðir nærgætinn þátttakandi í meðgöngu, fæðingu og umönnun barns fyrstu vikurnar er ekkert sem mælir gegn því að hann taki fljótlega við aðalumönnunarhlutverki barnsins sé það gert í samráði við móður. Öllu máli skiptir með hvaða hætti samband og samvinna foreldranna er. Því minni togstreita sem er á milli foreldra og minni streita í umhverfi barns því mildari verður aðlögun þess að lífi utan líkama móðurinnar og samveru með báðum foreldrum. Umönnun barns er samvinnuverkefni foreldra en þeir þurfa að fá svigrúm til að finna þann takt sem hentar barninu og þeim sjálfum. Ráðstöfun fæðingarorlofs er þar veigamikið atriði. Ósveigjanleiki Í Fréttablaðinu 1. október sagði félags- og barnamálaráðherra að eyrnamerktum tíma hvors foreldis um sig væri ætlað að þvinga feður til að taka fæðingarorlof því að annars tækju þeir það ekki. Þetta fyrirkomulag þvingar auðvitað einnig mæður sem fá ekki val um annað en að taka sína fimm mánuði, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Í frumvarpinu er jafnréttið tekið svo bókstaflega að hvorugt foreldranna fær að helga sig umönnun barnsins fyrsta árið með hitt á hliðarlínunni, þrátt fyrir að það sé hagur barns og geti verið vilji beggja foreldra. Er þvingun viðeigandi úrræði við fátækt og félagsmótun? Ég hef spurt feður hvort þeir hefðu sleppt því að taka fæðingarorlof ef þeir hefðu ekki verið þvingaðir til þess. Þeir vísa því algerlega á bug og segjast ekki setja fyrir sig tekjulækkun á meðan þeir eiga fyrir húsaleigu og mat. Því miður er það staðreynd að sumar fjölskyldur standa frammi fyrir slíku vali. Hitt er líka satt að margir fjárhagslega vel stæðir feður velja vinnuna fram yfir fæðingarorlof eigi þeir þess kost. Hér er ekki eingöngu um að kenna gamaldags hugmyndum um hlutverk kvenna heldur hefur félagsmótun drengja verið með þeim hætti að þeir hafa jafnan minni reynslu en stúlkur af umönnun annarra og minni þjálfun í tjáningu og læsi á eigin tilfinningar og annarra. Þetta gerir marga feður óörugga og vanmáttuga frammi fyrir því tilfinningabúnti sem ómálga barn er. Frekar en að henda nýbökuðum feðrum óundirbúnum út í djúpu laugina ættum við að ýta undir færni verðandi feðra, áhuga þeirra og sjálfstraust með markvissri fræðslu og samræðu um föðurhlutverkið. Á því þarf að byrja áður en barn kemur í heiminn. Þegar foreldrar eru ekki par Tengslamyndun föður og barns er flóknari þegar foreldrar búa ekki saman. Ég þekki af eigin raun að góð samvinna og virðing fyrir þörfum ungbarns getur fleytt þeim langt. Samskipti ókunnra foreldra geta samt verið krefjandi, ekki síst fyrir móður með nýfætt barn sem þarf að opna heimili sitt fyrir föður sem hún þekkir kannski lítið. Á sama tíma getur faðirinn upplifað sig óvelkominn og vankunnandi og fundið fyrir höfnun. Í slíkum aðstæðum reynir á raunsæi, tillitssemi og þolinmæði beggja. Í stað þess að foreldrar drífi í tengslamyndun fyrstu mánuðina þurfa þeir að leyfa viðbrögðum barnsins að stjórna ferðinni. Þetta tekur oft lengri tíma en ætlað er og því þurfa lögin að gefa foreldrum og barni nægilegt svigrúm til að kynnast á forsendum og hraða barnsins. Samskipti foreldra sem búa ekki saman geta verið æði misjöfn og í verstu tilvikum er um hreinan fjandskap að ræða. Reynslan hefur sýnt að þá sé veruleg hætta á að fólk svífist einskis til að fá sínu framgengt og margir eiga erfitt með að gera greinarmun á eigin vilja og þörfum barnsins. Með nýja frumvarpinu tel ég mikla hættu á að „réttur foreldra“” til sex mánaða fæðingarorlofs fyrstu 18 mánuðina geti leitt til þess að krafa verði gerð um að ungbarninu verði deilt eins og hverjum öðrum hlut sem stríðandi fylkingar togast á um. Barn sem er skikkað inn í orlof annars foreldris er þá þvingað í aðskilnað frá því foreldri sem það hefur myndað lífsnauðsynleg tengsl við fyrstu mánuðina. Ein leið til að sporna gegn slíku tengslarofi er að gefa foreldrum a.m.k. þrjú ár til að nýta sér fæðingarorlofið, allt eftir aðstæðum þeirra. Ef foreldri er t.d. veikt eða í meðferð vegna neysluvanda er mikilvægt að lögin séu það sveigjanleg að fæðingarorlof renni því ekki úr greipum á meðan það tekst á við vanda sinn. Þess vegna tel ég það vanhugsað að stytta tímann sem foreldrar hafa til að nýta rétt sinn. Jafnframt er nauðsynlegt að auka faglega aðstoð við foreldra, ekki síst þá sem eiga í útistöðum því þeir eru oft illa í stakk búnir til að meta og setja þarfir barns í forgang. Stöðug átök með tilheyrandi streitu foreldra geta valdið barni langvarandi skaða. Hvers eiga börn einstæðra foreldra að gjalda? Síðast en ekki síst vil ég vekja athygli á stöðu barna einstæðra foreldra. Eins og frumvarpið lítur út núna fá einstæðir foreldrar eingöngu að nýta sinn eigin rétt því að réttur hins foreldris fellur niður nema ef það sætir nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn. Styttri tími með foreldri mun einkum bitna á börnum kvenna í láglaunastörfum sem hafa ekki efni á að framlengja fæðingarorlofið. Frammi fyrir slíkum afarkostum yrði ég ekki hissa ef einhverjar einstæðar mæður gripu til þess örþrifaráðs að feðra ekki börn sín fremur en að láta þau nokkurra mánaða gömul í umsjá ókunnrar manneskju. Svo framarlega sem foreldri er fært um og viljugt til að annast barn sitt get ég ekki ímyndað mér að einhver haldi að ungbarni sé betur borgið hjá dagforeldri heldur en sínu eigin. Alla vega ekki frændur okkar Svíar sem leyfa einstæðum foreldrum að nýta allt fæðingarorlofið. Við höfum þokast í rétta átt Á því leikur ekki vafi að á síðustu 20 árum hefur orðið stórkostleg breyting á þátttöku karla í uppeldi barna. Vissulega hafa fæðingarorlofslögin frá 2000 haft áhrif til góðs en ekki er hægt að rekja allar framfarir til þeirra. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum, m.a. þeim að margir ungir foreldrar eiga feður sem hafa tekið virkari þátt í lífi barna sinna en kynslóðirnar á undan. Að auki eru foreldrar í dag mjög meðvitaðir um ábyrgð sína og vægi. Þetta mál brennur á þeim. Góða innsýn í margbreytilega reynslu og viðhorf foreldra má sjá í innsendum athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda og einnig í hópnum “Frásagnir foreldra og fagfólks af fæðingarorlofi” á Facebook. Þar er lýst ólíkum aðstæðum fjölskyldna og kallað eftir meiri sveigjanleika og fjölbreyttari úrræðum. Eitt mót hentar ekki öllum. Höfundur er sálgreinir.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun