Bankarnir bregðast við ástandinu Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 18:59 Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðum bankanna. Á vef Arion banka segir að viðskiptavinum verði boðið að gera hlé á afborgunum í allt að þrjá mánuði. Vilji bankinn þannig koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. „Úrræðið virkar þannig að afborganir íbúðalána verða frystar í þrjá mánuði, þ.e. ekki þarf að greiða af láninu næstu þrjá mánuði eftir undirritun. Afborganir og vextir íbúðalána leggjast á meðan á höfuðstól lánsins til hækkunar á því. Þessi hækkun á höfuðstól leiðir til þess að afborganir lánsins eftir að úrræðinu lýkur hækka,“ segir í tilkynningunni. Ýmsar lausnir Á vef Landsbankans segir að bankinn bjóði ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra aðstæðna. Eru þar nefndar ástæður eins og atvinnumissir eða veikindi. Bankinn segir viðskipta vini meðal annars geta sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum. „Ýmsar lausnir eru einnig í boði fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og lenda í tímabundnum erfiðleikum,“ segir í tilkynningu. „Við ætlum að vinna með og styðja við okkar viðskiptavini á meðan þetta gengur yfir og bankinn er vel í stakk búinn til að takast á við þetta tímabundna ástand,“ segir haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur , bankastjóra Landsbankans. Fordæmalausar aðstæður Íslandsbanki segist munu koma til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þetta vera fordæmalausa tíma en að starfsmenn bankans muni gera allt til að sýna samfélagslega ábyrgð. „Við fögnum aðgerðum stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki og munum við einnig leggja áherslu á að leita farsælla lausna með einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum þetta tímabundna ástand,“ er haft eftir Birnu. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðum bankanna. Á vef Arion banka segir að viðskiptavinum verði boðið að gera hlé á afborgunum í allt að þrjá mánuði. Vilji bankinn þannig koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. „Úrræðið virkar þannig að afborganir íbúðalána verða frystar í þrjá mánuði, þ.e. ekki þarf að greiða af láninu næstu þrjá mánuði eftir undirritun. Afborganir og vextir íbúðalána leggjast á meðan á höfuðstól lánsins til hækkunar á því. Þessi hækkun á höfuðstól leiðir til þess að afborganir lánsins eftir að úrræðinu lýkur hækka,“ segir í tilkynningunni. Ýmsar lausnir Á vef Landsbankans segir að bankinn bjóði ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra aðstæðna. Eru þar nefndar ástæður eins og atvinnumissir eða veikindi. Bankinn segir viðskipta vini meðal annars geta sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum. „Ýmsar lausnir eru einnig í boði fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og lenda í tímabundnum erfiðleikum,“ segir í tilkynningu. „Við ætlum að vinna með og styðja við okkar viðskiptavini á meðan þetta gengur yfir og bankinn er vel í stakk búinn til að takast á við þetta tímabundna ástand,“ segir haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur , bankastjóra Landsbankans. Fordæmalausar aðstæður Íslandsbanki segist munu koma til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þetta vera fordæmalausa tíma en að starfsmenn bankans muni gera allt til að sýna samfélagslega ábyrgð. „Við fögnum aðgerðum stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki og munum við einnig leggja áherslu á að leita farsælla lausna með einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum þetta tímabundna ástand,“ er haft eftir Birnu.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05