Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 11:58 Garðar Kjartansson, þaulreyndur veitingamaður, hefur skrifað undir tíu ára leigusamning. Hann ætlar að hafa veitinga- og menningarstarfsemi í hinu fornfræga húsi og nafnið heldur sér: Mál og menning. Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“ Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“
Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira