Viðskipti erlent

Banda­rísk flug­fé­lög segja upp tugum þúsunda

Atli Ísleifsson skrifar
American Airlines hyggst segja upp 19 þúsund manns og United Airlines um 13 þúsund.
American Airlines hyggst segja upp 19 þúsund manns og United Airlines um 13 þúsund. Getty

Stærstu flugfélög Bandaríkjanna hyggjast segja upp tugi þúsunda starfsmanna sinna eftir að þingmönnum á bandaríska þinginu mistókst að komast að samkomulagi um aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum sem farið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

BBC segir frá því að American Airlines ætli að segja upp 19 þúsund manns og United Airlines um 13 þúsund.

Félögin segjast þó bæði tilbúin til að draga uppsagnirnar til baka, náist samkomulag um björgunarpakka frá ríkinu.

Flugfélögin bandarísku hafa nú þegar fengið milljarða Bandaríkjadala í ríkisaðstoð í faraldrinum en sú aðstoð dugar ekki lengur að sögn stjórnenda. Sú aðstoð var háð því að félögin myndu ekki segja upp starfsfólki, fram til 1. október hið minnsta.

Flugfélög hafa farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar, en algert hrun hefur orðið í sölu flugferða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3
28
688.053
TM
1,52
3
40.376
EIK
1,37
1
11.100
SIMINN
1,21
3
165.206
VIS
1,18
1
42.140

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-0,31
2
3.402
ICEAIR
0
10
4.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.