Galopið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 30. september 2020 11:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun