Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. september 2020 18:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira