Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. september 2020 18:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira