Körfubolti

Leik Keflvíkinga á laugardaginn frestað og óvíst með næstu leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
37114771505CAB5482E16AA7920FC2F33BAE9FA57F63FD185DD50C3811600769_713x0
MYND/LANDSPÍTALI/ÞORKELL

Leik Keflavíkur og Snæfells í Domino's deild kvenna sem átti að fara fram á laugardaginn hefur verið frestað þar sem leikmannahópur Keflvíkinga er í sóttkví.

Ekki er búið að finna nýjan leiktíma fyrir leikinn og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um leiki Keflavíkur 7. og 14. október.

Búið var að fresta leik Keflavíkur og Skallagríms sem átti að fara fram annað kvöld.

Auk Keflvíkinga eru KR-ingar í sóttkví. Búið er að fresta leik KR og Íslandsmeistara Vals sem átti að vera á morgun.

Aðeins tveir leikir fara því fram í 2. umferð Domino's deildar kvenna á morgun. Breiðablik tekur á móti nýliðum Fjölnis og Snæfell fær Hauka í heimsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.