Viðskipti innlent

Sótthreinsuðu verslun Hagkaups hátt og lágt eftir að smit kom upp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verslun Hagkaupa í Spönginni.
Verslun Hagkaupa í Spönginni. Já.is

Verslunarkeðjan Hagkaup greinir frá því að starfsmaður verslunarinnar í Spöng í Grafarvogi hafi greinst jákvæður með Covid-19 í gær.

„Til að gæta fyllstu varúðar voru allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann sendir í sóttkví. Var það gert í góðu samráði við rakningarteymi almannavarna og gengið lengra en almennar sóttvarnarreglur segja til um,“ segir í tilkynningu Hagkaupa.

Athygli sé vakin á því að umræddur starfsmaður hafi ekki verið í nánu samneyti við viðskiptavini verslunarinnar.

„Verslunin var sótthreinsuð hátt og lágt í nótt og opnuð á ný í morgun. Starfsfólk úr öðrum verslunum okkar mun því standa vaktina og verður starfsemin því að mestu óbreytt næstu daga. Við munum því taka vel á móti ykkur í Spönginni.“

Hagkaup þakka rakningarteyminu fyrir gott samstarf og snör viðbrögð og sömuleiðis frábæru starfsfólki fyrir sýndan skilning.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,48
12
479.013
REGINN
2,15
4
15.000
ICEAIR
2,13
5
1.489
SYN
1,77
4
12.561
MAREL
1,76
30
467.780

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,33
1
558
VIS
-0,5
1
11.840
ICESEA
-0,22
2
28.333
SKEL
-0,13
2
31.570
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.