Alls hafa borist fjórar tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar það sem af er mánuði.
Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi. Hún segir að tilkynningarnar hafi flestar borist í gærkvöldi og í morgun.
Unnur segir að um er að ræða þrjú fyrirtæki í ferðaþjónustu – alls 123 manns og svo eitt í byggingargeiranum þar sem 26 manns var sagt upp.