Körfubolti

Kvennalið KR og Keflavíkur í sóttkví

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá Landsspítalanum.
Frá Landsspítalanum. Landspítali/Þorkell

Dominos-deildarliðin Keflavík og KR í kvennaflokki eru komin í sóttkví ef marka má heimildir miðilsins Karfan.is.

Liðin mættust fyrr í vikunni þar sem Keflavík rúllaði yfir KR en einn leikmaður úr herbúðum annars liðsins ku vera smitaður.

Því hafa bæði liðin verið send í sóttkví en smitið ku hafa komið upp eftir leikinn.

Leikjum liðsins í næstu umferð; Keflavíkur gegn Skallagrími og KR gegn Val hefur nú verið frestað.

Uppfært 13.10: Rétt í þessu barst eftirfarandi tilkynning frá KKÍ.

„Mótanefnd KKÍ hefur frestað tveimur leikjum í Domino‘s deild kvenna vegna faraldurs COVID-19, annars vegar leikjum Vals og KR sem átti að fara fram næsta þriðjudag og hins vegar leik Skallagríms og Keflavíkur sem settur var næsta miðvikudag. Þetta kemur til þar sem leikmannahópar Keflavíkur og KR eru í sóttkví. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um leiki þessara liða 3. október nk. Jafnframt hefur nokkrum leikjum yngri flokka verið frestað vegna sóttkvíar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×