Breiðablikskonur með mögulega einn besta íslenska dúettinn í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 15:00 Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir spila nú saman á ný og eru bæði eldri og reyndari en þegar þær voru síðast hlið við hlið. Mynd/Breiðablik Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira