Áttu sjö billjónir en skulduðu tvær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 10:28 Eiginfjárstaða fjölskyldna í landinu er heilt yfir jákvæð. Vísir/Vilhelm Eiginfjárstaða fjölskyldna hér á landi nam samtals 5,1 þúsund milljörðum á síðasta ári. Heildarskuldir námu 2,2 þúsund milljörðum. Eignir aukast meira en skuldir á milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem tekið hefur saman tölur um eigna- og skuldastöðu heimilanna samkvæmt skattframtölum. Þar kemur fram að eiginfjárstaðan, mismunur á milli heildareigna og heildarskulda, haldi áfram að styrkjast, eða um 9,1 prósent á milli ára. Þannig jukust heildareignir um 8,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019, úr 6,8 þúsund milljörðum yfir í 7,4 þúsund milljarða króna. Þróun skulda, eigna og eiginfjárstöðu.Mynd/Hagstofan Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði. Árið 2019 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,9 prósent og er það langstærsti hluti eigna fjölskyldna á landinu. Þar kemur einnig fram að eignir fjölskyldna í hæstu tíund, það er ríkustu tíu prósentin, hafi átt eignir sem námu 3,2 þúsund milljörðum, eða 44,6 prósent af heildareignum fjölskyldna í landinu, á síðasta ári. Þegar kemur að skuldum jukust þær um 7,3 prósent á milli ára og námu þær 2,2 þúsund milljörðum króna. Skuldir eru skilgreindar sem allar skuldir eða heildarskuldir fjölskyldu og falla þar undir fasteignaskuldir, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 7,9 prósent og einstæðra foreldra um 7,6 prósent. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3 prósent og skuldir einstaklinga um 7,4 prósent. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 882 milljörðum króna eða um 38,9 prósent heildarskulda. Efnahagsmál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Eiginfjárstaða fjölskyldna hér á landi nam samtals 5,1 þúsund milljörðum á síðasta ári. Heildarskuldir námu 2,2 þúsund milljörðum. Eignir aukast meira en skuldir á milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem tekið hefur saman tölur um eigna- og skuldastöðu heimilanna samkvæmt skattframtölum. Þar kemur fram að eiginfjárstaðan, mismunur á milli heildareigna og heildarskulda, haldi áfram að styrkjast, eða um 9,1 prósent á milli ára. Þannig jukust heildareignir um 8,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019, úr 6,8 þúsund milljörðum yfir í 7,4 þúsund milljarða króna. Þróun skulda, eigna og eiginfjárstöðu.Mynd/Hagstofan Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði. Árið 2019 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,9 prósent og er það langstærsti hluti eigna fjölskyldna á landinu. Þar kemur einnig fram að eignir fjölskyldna í hæstu tíund, það er ríkustu tíu prósentin, hafi átt eignir sem námu 3,2 þúsund milljörðum, eða 44,6 prósent af heildareignum fjölskyldna í landinu, á síðasta ári. Þegar kemur að skuldum jukust þær um 7,3 prósent á milli ára og námu þær 2,2 þúsund milljörðum króna. Skuldir eru skilgreindar sem allar skuldir eða heildarskuldir fjölskyldu og falla þar undir fasteignaskuldir, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 7,9 prósent og einstæðra foreldra um 7,6 prósent. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3 prósent og skuldir einstaklinga um 7,4 prósent. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 882 milljörðum króna eða um 38,9 prósent heildarskulda.
Efnahagsmál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira