Hannes Högni nýr prófessor Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 14:35 Hannes Högni Vilhjálmsson. HR Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira