Körfubolti

Njarðvík fær víðförlan og reyndan Króata

Sindri Sverrisson skrifar
Zvonko Buljan er orðinn leikmaður Njarðvíkur.
Zvonko Buljan er orðinn leikmaður Njarðvíkur.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur klófest víðförlan og reynslumikinn Króata sem mun spila með liðinu í Dominos-deildinni í vetur.

Leikmaðurinn heitir Zvonko Buljan og er 33 ára gamall, 206 sentímetra miðherji. Hann hefur leikið í tíu löndum, aðallega í Evrópu en einnig í Argentínu, og lék meðal annars í EuroCup Challenge á árum sínum Þýskalandi, Kýpur, Ungverjalandi og Slóveníu. Hann varð tvöfaldur meistari í Slóveníu árið 2014.

Þess má til gamans geta að Buljan var skólabróðir Helenu Sverrisdóttur í TCU háskólanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en hann útskrifaðist árið 2010.


Tengdar fréttir

Einmana á leið til Íslands

Einn nýrra leikmanna Njarðvíkur í Domino´s deild karla er á leið til Íslands og birti áhugaverða mynd úr flugvélinni þar sem hann virðist vera Palli einn í heiminum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.